Svarthryggjarækja
Svarthryggjarækja (fræðiheiti: Sicyonia ingentis) rækjutegund af ættinni Sicyoniidae. Á spænsku er þessi tegund kölluð camarón de poedra del Pacífico eða cacahuete. Upphaflega er tegundin frá austurhluta Kyrrahafsins.
Svarthryggjarækja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
|
Litur hennar er rauðbrúnleitur, neðst á hliðinni er hún mjög rauðleit. Fæturnir eru hvítir með rauðum blettum, henni er oft líkt við blettarækjuna frá Kaliforníu.[1] Tegund þessi hefur oft verið kölluð svarthryggja rækja hér á landi.
Líf hennar spannar rétt í kringum fimm ár. Rækjuna er að finna í sandi og leðju við dýpi frá 45 m að allt að 162 m. Hún lifir í heittempruðum sjó, þar sem hitastigið er í kringum 20°C og finnst í mjög miklu magni í Ventura-Santa Barbara-sundinu.[2] Kynin eru aðskilin hjá þessari tegund. Kvenrækjan verður allt að 18 cm en karlrækjan í kringum 15 cm þar sem mælingar eru frá fálmurum að halanum. Þessi tegund hefur einkennandi hrygg á bakinu sem aðgreinir hana frá öðrum rækjum.[1]
Heimkynni
breytaUpphaflega er tegundin frá austurhluta Kyrrahafsins. Dreifing hennar nær alveg frá Monterey, sem er flói í Kyrrahafinu að Islas Marías, eyjaklasa fjögurra eyja sem tilheyra Mexíkó. Þá finnst hún einnig í hyldýpi við Kaliforníu.[2]
Hrygning
breytaÓlíkt öðrum rækjutegundum ber hún ekki eggin meðsér. Hrygning beggja kynja fer yfirleitt fram á fyrsta lífsári en stundum seinna Á öðru lífsári eða þegar þær eru orðnar 3 cm að lengd eru allar orðnar kynþroska. Að meðaltali hrygna þær 86.000 egg í einu. Í kringum egglos byrjar rækjan að synda mikið meira um hafið en áður. Hrygningartími þeirra standi yfir á milli júní og október og fer fram nokkrum sinnum hjá hverri rækju fyrir sig yfir tímabilið. Í framhaldi af hrygningu fara fram hamskipti hjá báðum kynjum, bæði á veturna og á sumrin.[1]
Matarvenjur
breytaFæðuvenjur tegundarinnar eru óþekktar, þó er talið að hún éti grot af botninum eins og margar aðrar tegundir rækja. Það er lífrænn úrgangur úr sundruðum lífverum eða saur. Tegundin eins og aðrar tegundir rækja er þó bráð annarra fiskitegunda sem lifa í sjónum. Við Baja í Kaliforníu er svarthryggjarækja helsta bráð Urrara sem er fiskitegund sem lifir á hafsbotninum. Í suður Kaliforníu eru það fiskar á borð við karfa, bleikju, borra og Ástralíumóra sem gera tegundina að bráð sinni. Þá er vitað að kolkrabbar, hákarlar, lúður og skötur geri það einnig.[1]
Veiðar og markaðir
breytaLengi vel hefur þessi tegund verið veidd í gildrur eða botnvörpu sem er að meðaltali 1300 metra löng við minnstu möskvastærðirnar sem er í kringum 30–50 mm. Oft hefur hún komið fyrir í botnvörpu sem ætluð er fyrir karfa. Þá hefur hún komið með sem meðafli.
Veiðar á tegundinni jukust í kringum 1965 en þá var heildaraflinn í kringum 15 tonn, þó varð snarlega minnkun á veiðum aftur þar sem ekki tókst að koma tegundin vel á markað til sölu. Á þeim árum var aflanum yfirleitt hent og var heildaraflinn sem landað var ekki meira en í kringum tvö og hálft tonn. Erfiðleikar við markaðssetningu reyndust vera til komnir vegna þess að erfitt þótti að taka skelina sem umlykur hana af henni.
Í kringum árin 1974 fóru veiðarnar og stofnarnir að aukast aftur í sveiflum og markaðssetning að takast. Talið er að rekja megi sveiflurnar um aukningu til El Niño[1] sem er veður- eða vatnsfræðilegt fyrirbæri sem hækkar hitastig í sjónum.[3] El Niño á að hafa skapað kjöraðstæður fyrir vöxt og nýliðun. Mest veiddist árið 1999 en það voru í kringum 700 tonn. Árið 2000 hélst veiðin nánast stöðug, en þá var um 650 tonnum landað. Árin sem komu á eftir sýndu ekki eins mikið magn og fóru tölurnar um landaðan afla minnkandi ár eftir ár. Aflinn náði lágmarki árið 2004 en þá voru einungis 24 tonnum landað, veiðin jókst ekki mikið eftir það en tók aðeins við sér árið 2008–2009 þar sem löndun var í kringum 200 tonn. Lækkaði veiðinn en meir árin á eftir. Árið 2014 sást talsverð aukning frá árunum áður en þá var landaður afli í kringum 250 tonn og var það sama að segja með árið 2015, þá var landaður afli í kringum 320 tonn. Ekki er vitað hver nákvæm staða er í dag.
Fljótlega tókst mönnum að koma svarthryggjarækjunni á markað, þar sem bragð hennar þykir ómótstæðilegt og eftirspurn varð því orðin mjög mikil. Lágt verð og gott bragð gerir hana að uppáhaldi á meðal fiskkaupenda. Vandamál sem þó fylgja þessari tegund rækju, eru að það hefur reynst erfitt að frysta hana og hún rotnar hratt þegar hún deyr. Við dauða byrjar rækjan að melta sín eigin líffæri sem verður fljótt að svörtu mauki sem þykir ekki heillandi fyrir kaupendur.
Af þeim sökum er hluta af rækjunni landað lifandi og eru þær seldar heilar ferskar til neytandans. Í kringum 20% aflans er oft landað lifandi en hinum 80% ekki, þær dauðu eru samt sem áður seldar á minna verði. Eitt kíló af ferskri lifandi rækju selst á fjóra til tíu dollara á meðan kíló af ferskri dauðri selst á hálfan til sex dollar. Helstu staðir þar sem hægt er að finna tegundina á árstíðarbundnum, asískum mörköðum sem eru í suður Kaliforníu. Þó svo að innra byrgði rækjunnar sé orðið að svörtu mauki er fólki almennt talið óhætt að borða hana eftir að hún hefur verið hreinsuð og skelin tekin af.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Leet, W.S., Dewees, C.M., Klingbeil, R. and Larson, E.j. (2001). Ridgeback Prawn. Í Leet, W.S. (ritstjóri), California's Living Marine Resources: A status report (bls. 124-126).
- ↑ 2,0 2,1 California Fisheries Atlas – Ridgeback Prawns. (2008, júní). Sótt af http://www.californiafisheriesfund.org/reso_atlas_rprawn.html Geymt 2 febrúar 2012 í Wayback Machine
- ↑ „Hvað er El Niño?“. Vísindavefurinn. Sótt 19. mars 2018.
Heimildir
breyta- Myers, P., Esponosa, R., Parr, C.S., Hammond, G.S., Dewey, T.A. (2018). Sicyonia ingetis ridgeback rock shrimp. Sótt af https://animaldiversity.org/accounts/Sicyonia_ingentis/classification/#Sicyonia_ingentis