Sexukórall

(Endurbeint frá Sexukórallar)

Sexukórallar (fræðiheiti: Hexacorallia) er annar undirflokka kóraldýra (Anthozoa), ásamt áttkóröllum (Octocorallia). Sexukórallar eru holdýra og eru 4.300 tegundir þekktar. Þeir eru botnfastrir og hafa sex eða færri arma. Sexukórallar hafa þann eiginileika að byggja upp kórallarif.[1]

Sexukórall
Steinkórall (Acropora latistella)
Steinkórall (Acropora latistella)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Holdýr (Cnidaria)
Flokkur: Kóraldýr (Anthozoa)
Undirflokkur: Sexukórallar (Hexacorallia)
Ættbálkar

Kórallar

breyta

Kórallar eru hart kalkkennt efni sem kóralladýr mynda. Þeir hlaða efninu utan um sig og þannig gegna þeir hlutverki ytra stoðkerfis. Neðri hluti kóralldýrsins er fastur við hart undirlag en á efri endanum er munnopið umlukið þreifiögnum.

Margar tegundir kóralla lifa í stóru sambýli og byggja þá allir separnir í sambýlinu upp stóran sameiginlegan kórall sem getur orðið að kórallarifi með tímanum. Kórallabyggingarnar eru oft étnar af öðrum sjávardýrum sem leggjast á þær en eru þær einnig skjól fyrir ýmsa sjávarhryggleysingja, svo sem samlokur, sem bora sig inn í byggingarnar og skapa sér þannig skjól fyrir öðrum dýrum.

Kóralladýr fjölga sér með því að spýta eggjum og sæðisfrumum út í sjóinn umhverfis sig. Vaxtarhraðinn er mjög misjafn á milli tegunda og er hann yfirleitt mældur í millimetrum á ári[2].

Bygging sexukóralla

breyta
 
Bygging sexukóralla

Sexukórall hefur sex eða færri sameindarása í líkamsbyggingu þeirra og er að því leyti öðruvísi en áttkórall sem hefur átta eða fleiri einfalda anga. Þessar lífverur eru myndaðar úr einstökum sepum sem búa í nýlendum í sumum tegundum og geta framleitt kalkspat, sem er aðalefnið í kalksteini[3].

Vöxtur og búsvæði

breyta

Sexukóralla og aðra kóralla sem byggja rif er að finna í grynni, það er á minna en 50 metra dýpi og í hitabeltissjó sem er yfir 20 °C heitur og bjartur. Oftast vaxa þeir á strandsvæðum og geta þeir vaxið um allt að 10 centimetra á ári. Þeir vaxa nálægt hvor öðrum og í raun í sambýli og búa þannig saman til rif. Þessir kórallar eru partur af stóru vistkerfi en þeir taka inn koltvísýring með sambýli þeirra við þörunga og einnig með því að borða svif og egg annara sjávardýra. Margskonar líf finnst innan kórallarifja og eru þau oft kölluð skógar hafsins (Japan coral association, e.d.).

Sexukórall vex hratt upp og í átt að opnum sjó og á meðan framleiðir hann mikið magn af kalsíumkarbónati. Angar og hlutar af kóralnum sem brotna af honum blandast við önnur efni sem finnast í sjónum svo sem skeljar og verða af glitrandi hvítum sandi sem er svo oft að finna á ströndum nálægt rifunum. Kórallarifin hjálpa til við að verja stranglengjurnar fyrir öldum og styðja við mikið og fjölbreytt dýra- og plöntulíf og laða að sér stærri tegundir fiska utan frá. Vistkerfi kórallarifja og athafnir manna eru nátengd. Vatnatómstundir- og afþreygingar svo sem köfun geta haft mikil áhrif á rifin og er því mikilvægt að vel sé fylgst með jafnvægi kórallarifja og manna[4].

Kórallarif

breyta
 
Fjölbreytt dýralíf við kórallarif

Stærsta kórallarif í heimi er um 2.000 km á lengd og um 140 km breidd og er það að finna undan austurströnd Ástralíu. Er það eitt magnaðasta vistkerfi jarðarinnar og einnig tegundaauðugasta. Það tekur aldir eða árþúsundir fyrir kórallarif að myndast og í einu kórallarifi er að finna margar tegundir lífvera og kóralla sem öll gegna sínu hlutverki í heildarbyggingu rifsins. Kórallarif eru að finna á svæði á milli 30° norðlægrar breiddar og 30° suðlægrar breiddar í Kyrrahafi, Karíbahafi, Indlanshafi og innhöfum þess og einnig í vestanverðu Atlantshafi.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. https://en.wikipedia.org/wiki/Hexacorallia
  2. https://en.wikipedia.org/wiki/Hexacorallia
  3. https://en.wikipedia.org/wiki/Hexacorallia
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. janúar 2019. Sótt 28. september 2018.
  5. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3004

Heimildaskrá

breyta