Selvogsgata
Selvogsgata er gönguleið milli Hafnafjarðar og Selvogs í Árnessýslu. Fyrr á tímum var leiðin kölluð Grindaskarða- eða Kerlingarskarðsvegur og einni Selvogsmannaleið. Leiðin var farin þegar bændur í Selvogi sóttu kaupstað í Hafnarfirði og vermenn fóru á verstað. Þegar brennisteinsvinnsla var í Brennisteinsfjöllum um miðja 19. öld var brennisteinn fluttur eftir gönguleiðinni til Hafnarfjarðar og fluttur þaðan í skip.