Snípuætt
(Endurbeint frá Scolopacidae)
Snípuætt (fræðiheiti: Scolopacidae) er stór ætt vaðfugla með langan og mjóan gogg. Flestir lifa á hryggleysingjum sem þeir tína upp af jörðinni eða úr sandi með goggnum. Mismunandi lengd og lögun goggsins gerir það að verkum að nokkrar tegundir geta haldið sig á sama svæði án þess að keppa um fæðu.
Snípuætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lóuþræll (Calidris alpina)
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
- Spóar (8 tegundir í ættkvíslinni Numenius)
- Spóatíta (1 tegund í ættkvíslinni Bartramia)
- Jaðrakanar (4 tegundir í ættkvíslinni Limosa)
- Duðrur (3 tegundir í ættkvíslinni Limnodromus)
- Snípur og skógarsnípur (um 25 tegundir í ættkvíslunum Coenocorypha, Lymnocryptes, Gallinago og Scolopax)
- Rúkragi (1 tegund í ættkvíslinni Philomachus)
- Þórshani, óðinshani og freyshani (3 tegundir í ættkvíslinni Phalaropus)
- Stelkar (16 tegundir í ættkvíslunum Xenus, Actitis, og Tringa sem nú inniheldur Catoptrophus og Heteroscelus)
- Pólýnesíutítur (1 núlifandi og 3-5 útdauðar tegundir í ættkvíslinni Prosobonia)
- Títur og tildrur (um 25 tegundir, aðallega í ættkvíslinni Calidris sem mætti skipta í fleiri ættkvíslir. Aðrar viðurkenndar ættkvíslir eru Aphriza, Eurynorhynchus, Limicola, Tryngites, og Philomachus, auk tildranna tveggja í ættkvíslinni Arenaria)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist snípum.