Skógarsnípa
Skógarsnípa (fræðiheiti: Scolopax rusticola) er fugl af snípuætt (Scolopacidae), og ein af þeim tveimur tegundum þessarar ættar sem almennt teljast til íslenskra varpfugla.[1] Varp var hins vegar ekki staðfest fyrr en 2003, eða 2004, (líklega einungis sökum almenns erfiðleika við að finna hreiður þeirra) en fram að því ári var skógarsnípan tíður gestur, einna helst á haustin og vorin.[2][3] Á Íslandi er skógarsnípan með öllu alfriðuð og óheimilt er að skjóta hana eða tína egg hennar.[4]
Skógarsnípa | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Skógarsnípa með ánamaðk.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Scolopax rusticola (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||
Dreifing S. rusticola, varpsvæði eru ljósgræn, heilsárssvæði eru dökkgræn og farsvæði eru blá.
|
Flokkun
breytaLíkt og áður hefur verið nefnt á skógarsnípan sér einn náskyldan ættingja á Íslandi, hrossagaukinn (Gallinago gallinago). Báðar tegundirnar eru í snípuætt þó þær til heyri sitthvorri ættkvíslinni.
Á heimsmælikvarða er tegundin metin ekki í útrýmingarhættu[5] en íslenski stofninn er það smár og viðkvæmur að hér hefur tegundin verið metin viðkvæm tegund.[6]
Lýsing
breytaSkógarsnípunni hefur meðal annars verið líkt við ofvaxin hrossagauk [1], en tegundin er hvorutveggja stærri og sverari en ættingi sinn.[7] Hún er að meðaltali um 33-35 cm á lengd, og ekki nema 300 g á þyngd.[8] Vænghaf skógarsnípa er um það bil 55-65 cm [9] og er því að meðaltali um 10-15 cm lengra en hjá hrossagauknum.[9]
Skógarsnípan er vel aðlöguð að skógarbotnunum sem þær búa í sem endurspeglast einna best í felulitum þeirra, eins og sjá má á titilssíðumynd. Með ljós og dökkbrúnum rákum ásamt ljósum og dökkum flekkum á baki og höfði lítur skógarsnípan út eins og skógarbotn barrskógs en hún er almennt ljósari eða gráleit á kviði.
Dreifing og búsvæði
breytaDreifing
breytaTegundin hefur gamlaheimsútbreiðslu og teygir sig frá Íslandi austur til Japan á varptíma en safnast almennt saman á meginlandi Evrópu og Bretlandseyjum utan hans. Hún er tíður farfugl við Miðjarðarhaf, í Kína og á Indlandi en hluti heimsstofnsins heldur sig þar utan varptímans. Yfirgnæfandi meirihluta stofnsins verpir í Svíþjóð og í Rússlandi.[10]
Lítill stofn heldur til á Asóreyjum og hefur aðskilst Evrópustofninum erfðafræðilega.[11]
Búsvæði
breytaÁ Íslandi sækist tegundin einna helst í skóga með miklum botngróðri.[1] Landnám hennar mætti mögulega álykta að haldist í hendur við aukna skógrækt Íslendinga á 20 öld. Í heimkynnum sínum á meginlandi Evrópu sækja skógarsnípur bæði í lauf- og barrskóga.
Hegðun
breytaMökunaratferli
breytaKarlfuglar skógarsnípunnar framkvæma söngflug, þar sem fuglinn flýgur yfir óðal sitt við ljósaskipti og framleiðir rámt hljóð sem sagt hefur verið svipa til hljóðs í ryðguðum hjólbörum. Þetta hljóð gefur hann nokkrum sinnum frá sér áður en söngflugið endar með háu tísti.[1]
Sökum erfiðleika við að finna skógarsnípur á skógarbotnum hafa syngjandi karlfuglar verið ein helsta leið til þess að staðfesta tilvist tegundarinnar á landinu.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Jóhann Óli Hilmarsson. „Skógarsnípa (Scolopax rusticola)“. Náttúruminjasafn Íslands. Sótt 11 2024.
- ↑ Bjarni Diðrik Sigurðsson og Borgþór Magnússon, 2004. Skógarsnípa: nýr varpfugl finnst í furuskógi á Skorradal. Skógræktarritið 2004: 14 – 17.
- ↑ Skógarsnípa - nýr varpfugl á Íslandi. Bændablaðið, 12. apríl 2005
- ↑ Kristinn Haukur Skarphéðinsson (10 2018). „Skógarsnípa (Scolopax rusticola)“. Náttúrufræðistofnun. Sótt 11 2024.
- ↑ IUCN (1. október 2016). „Scolopax rusticola: BirdLife International: The IUCN Red List of Threatened Species 2019: e.T22693052A155471018“ (enska). doi:10.2305/iucn.uk.2016-3.rlts.t22693052a155471018.en.
- ↑ „Válisti fugla | Náttúrufræðistofnun Íslands“. www.ni.is. Sótt 21. nóvember 2024.
- ↑ „Skógarsnípa“. Skógræktarfélag Íslands. Sótt 11 2024.
- ↑ Jón Ásgeir Jónsson (2015). Skógarfuglar. Frækornið (34). Sótt þann 21.11.2024 af https://www.skog.is/wp-content/uploads/2020/05/FK34.pdf
- ↑ 9,0 9,1 Mullarney, Killian; Svensson, Lars; Zetterstrom, Dan; Grant, Peter (1999). Collins Bird Guide. Lundúnir: HarperCollins 150. ISBN 0-00-219728-6.
- ↑ Tucker, G. M.; Heath, Melanie F.; Socha, Caroline M.; Royal Society for the Protection of Birds; BirdLife International, ritstjórar (1994). Birds in Europe: their conservation status. BirdLife conservation series. Cambridge : Washington, DC: BirdLife International ; Distributed in the Americas by Smithsonian Institution Press. ISBN 978-1-56098-527-3.
- ↑ Andrade, Pedro; Rodrigues, Tiago M.; Muths, Delphine; Afonso, Sandra; Lopes, Susana; Godinho, Raquel; Leitão, Manuel; Ferrand, Yves; Ferrand, Nuno (2022-01). „Genetic differentiation in Eurasian Woodcock ( Scolopax rusticola ) from the Azores“. Ibis (enska). 164 (1): 313–319. doi:10.1111/ibi.12991. ISSN 0019-1019.