Sapir-Whorf-tilgátan
Sapir–Whorf-tilgátan er tilgáta um að uppbygging tungumáls hafi áhrif á hugsunarhátt og skynjun og talendur mismunandi tungumála skynji heiminn á mismunandi hátt. Kenningin var sett fram af málvísindamannfræðingnum Benjamin Lee Whorf, en hann setti fram tvöfalda tilgátu um áhrif tungumáls: annars vegar um nauðhyggju tungumálsins eða hvernig tungumálið ákvarðar hugsunarhátt og viðhorf; og hins vegar um afstæðishyggju tungumálsins, það er hvernig ólík tungumál endurspegla mismunandi heimsmynd.