Heimsmynd var íslenskt tímarit sem kom út frá 1986-1995. Í tímaritinu voru m.a. viðtöl, fréttaskýringar, greinar um innlend og erlend stjórnmál, matargerð, tísku og dægurmál.

Útgáfufélagið Ófeigur hf. gaf tímaritið út en Herdís Þorgeirsdóttir var aðaleigandi fyrirtækisins og jafnframt útgefandi og ritstjóri Heimsmyndar lengst af. Á árabilinu sem Heimsmynd kom út var tímaritaútgáfa hérlendis í blóma og tímarit til sölu í söluturnum, matvöruverslunum, bókaverslunum og víðar. Í upplagskönnun Verslunarráðs Íslands árið 1991 kom fram að Heimsmynd væri það íslenska tímarit sem prentað væri í flestum eintökum eða að meðaltali í tæplega 9200 eintökum.[1]

Árið 1994 seldi Herdís útgáfuna til Friðriks Friðrikssonar og Vilborg Einarsdóttir sem verið hafði blaðamaður á Morgunblaðinu tók við ritstjórn Heimsmyndar.[2] Útgáfan lifði hins vegar ekki lengi eftir eigendaskiptin og fljótlega hætti blaðið að koma út.

Tenglar breyta

Heimsmynd á Timarit.is

Tilvísanir breyta

  1. „Tímarit í upplagskönnun Verslunarráðsins: Heimsmynd prentuð í stærstu upplagi“, Morgunblaðið, 21. ágúst 1991 (skoðað 19. febrúar 2020)
  2. „Breytingar hjá tímaritinu Heimsmynd“, Morgunblaðið, 29. júní 1994 (skoðað 19. febrúar 2020)