Tilgáta er óstaðfest og ósönnuð tillaga sem ætluð er sem skýring á tilteknu fyrirbæri. Vísindaleg tilgáta er prófanleg og dregin af tiltekinni kenningu. Raunprófanir á tilgátum eru notaðar til að styðja eða hrekja kenningu. Ef tilgáta er staðfest hættir hún að vera tilgáta. Þannig má til dæmis segja að „þróunarkenning Darwins“ sé orðatiltæki sem dagað hafi uppi í málinu þar sem ljóst má vera að hún beygji sig ekki fyrir efa.

Notkun í aðferðafræði og tölfræði

breyta

Í aðferðafræði og tölfræði er talað um núlltilgátu (H0) annars vegar og aðaltilgátu (H1) hins vegar. Núlltilgátan segir til um að engin tengsl séu á milli þeirra breyta sem í hlut eiga. Aðaltilgátan er aftur á móti að þessi tengsl séu til staðar.

Kenning (enska: theory) er safn tengdra fullyrðinga til að skýra eða skilja. Einnig er hægt að skilja hugtakið sem „staðfesta hugmynd okkar um veruleikann og um tengsl milli fyrirbæra“.[1]

  • Tilgátukenning er safn skilyrtra setninga og tilgáta (enska: hypothesis) sett fram sem prófanleg kenning (enska: empirical observations).
  • Túlkunarkenning er samstætt sjónarhorn sett fram til aukins skilnings en er ekki prófanleg.

Kenning er vel rökstudd hugmynd um hvernig eitthvað er (til dæmis líffræðikenning eða sagnfræðikenning) eða hvernig eitthvað eigi að vera (til dæmis siðfræðikenning). Kenning er venjulega talin vera betur rökstudd og traustari en tilgáta, sem segja má að sé upplýst ágiskun. Í raunvísindum er kenning tækniheiti yfir tilgátu sem ítrekað hefur staðist raunprófanir og þykir þá lýsa viðfangi sínu vel. Vísindalegar kenningar verða að vera hrekjanlegar, þ.e. skilyrðin sem uppfylla þarf til þess að hrekja kenninguna þurfa að vera tilgreind.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Garðar Gíslason, 2008.
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.