San Sebastian

borg í Baskalandi á Spáni
(Endurbeint frá San Sebastián)

San Sebastián eða Donostiabasknesku) er hafnarborg og sveitarfélag í sjálfstórnarhéraðinu Baskalandi á Spáni. Ennfremur er hún höfuðstaður sýslunnar Gipuzkoa. Íbúar sveitarfélagsins eru 186.000 (2016) en á stórborgarsvæðinu búa um 437.000. Borgin liggur við Biskajaflóa, 20 kílómetrum frá Frakklandi.

Loftmynd.

Borgin var um tíma undir Konungsríkinu Navarra. Hún var illa leikin í Napóleónsstyrjöldunum á 19. öld og spænska borgarastríðinu á 20. öld.

Verslun og ferðaþjónusta eru nú helstu atvinnuvegir. Árlegar hátíðir eru meðal annars San Sebastián-kvikmyndahátíðin, Jazzaldia jazzhátíðin ásamt ýmsum bæjarhátíðum. Knattspyrnufélag borgarinnar er Real Sociedad.

Víðmynd.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „San Sebastián“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. mars 2018.