Reddit er bandarískur samfélagsmiðill og jafnframt umræðu og fréttavefur. Skráðir notendur geta sett inn efni af margvíslegum toga, þar á meðal tengla fyrir aðra til að kjósa upp eða niður. Atkvæðin ráða svo staðsetningu þess á síðunni. Efnið með flest atkvæðin er sýnt efst. Innlegg eru flokkuð í undirflokka, svokölluð subreddit. Til dæmis eru subreddit sem snúast um umræðuefni eins og fréttir, vísindi, tölvuleiki, kvikmyndir, bækur, mat, heilsu og ljósmyndir.[1]
Frá 2017 heimsækja um það bil 542 milljón manns Reddit á hverjum mánuði og gerir það síðuna fjórðu vinsælustu í Bandaríkjunum, og níundu vinsælustu á heimsvísu.[2] Árið 2015 voru gestir vefsins 82,54 milljarðar, innlegg 73,14 milljónir, athugasemdir 725,85 milljónir og uppatkvæði 6,89 milljarðar.[3]
Reddit var stofnað af félögunum Steve Huffman og Alexis Ohanian árið 2005. Condé Nast Publications keypti síðuna í október 2006. Reddit varð dótturfyrirtæki Advance Publications, en það er móðurfyrirtæki Condé Nast, í september 2011. Frá ágúst 2012 hefur Reddit starfað sem sjálfstætt fyrirtæki, en Advance er enn stærsti hluthafi þess.[4] Höfuðstöðvar Reddit eru staðsettar í San Francisco, Kaliforníu. Í október 2014 safnaði Reddit $50 milljónum í fjármögnunarferli undir forystu Sam Altman. Á meðal fjárfesta voru Marc Andreessen, Peter Thiel, Ron Conway, Snoop Dogg, og Jared Leto.[5] Eftir fjárfestingu þeirra var fyrirtækið metið á $500 milljónir.[6][7] Í júlí 2017 safnaði Reddit öðrum $200 milljónum frá fjárfestum; fór þá mat fyrirtækisins í $1,8 milljarða.[8]
Tilvísanir
breyta- ↑ Ohlheiser, Abby. „Reddit will limit the reach of a pro-Trump board and crack down on its 'most toxic users'“. Washington Post. Sótt 1. desember 2016.
- ↑ „Reddit.com Site Info“. Alexa Internet. Afrit af upprunalegu geymt þann júní 14, 2016. Sótt 17. apríl 2017.
- ↑ „Reddit in 2015“. Reddit. 30. desember 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 8, 2016. Sótt 9. janúar 2016.
- ↑ „myth: Condé Nast owns Reddit“. Reddit. 6. ágúst 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann mars 8, 2014. Sótt 22. september 2013.
- ↑ Alden, William (1. október 2014). „With Reddit Deal, Snoop Dogg Moonlights as a Tech Investor“. The New York Times. The New York Times Company. Sótt 25. október 2014.
- ↑ Cheredar, Tom (8. september 2014). „Reddit reportedly raising $50M at a $500M valuation“. Sótt 15. maí 2015.
- ↑ Kafka, Peter; Swisher, Kara (7. september 2014). „Reddit Raising a Big Round, and Some Y Combinator Players Are in the Mix“. Sótt 15. maí 2015.
- ↑ Wagner, Kurt (31. júlí 2017). „Reddit raised $200 million in funding and is now valued at $1.8 billion“. Recode. Sótt 5. ágúst 2017.