Sakhalín

(Endurbeint frá Sakalíneyja)

51°N 143°A / 51°N 143°A / 51; 143

Kort.
Lega eyjunnar.

Sakhalín (eða Sakalíneyja) (rússneska: Сахалин) er eyja í austur-Rússlandi og hluti af Sakhalínfylki. Eyjan er rétt austur af meginlandi Rússlands og norður af Japan og er stærsta eyja Rússlands. Hún er 948 km löng frá norðri til suðurs og er breidd frá vestri til austurs 25 til 170 km. Stærð er 72.492 ferkílómetrar. Hæsti punkturinn er Lopatin-fjall; 1.609 metrar yfir sjávarmáli.

Á eyjunni eru austur og vestur-Sakhalínfjallgarðarnir. Milli þeirra er Tym-Pornískaja dalurinn. Íbúar eru um hálf milljón (2010) í Sakhalín og búa um 175.000 í borginni Júzhno-Sakhalínsk. Olíu- og gasiðnaður er mikilvægur iðnaður fyrir samfélagið.

Eyjan var bitbein Japana og Rússa á 19. og 20. öld. Eftir seinni heimsstyrjöld tóku Rússar yfir eyjuna og ráku þaðan 400.000 Japani.

Eyjan er skógi vaxin og meðal helstu tegunda trjá eru: Runnafura, dáríulerki, japansgreni, steinbjörk, mansjúríubjörk, heggur og eyjaþinur. Bjarndýr, refur og hreindýr eru meðal stærri spendýra.

Heimild

breyta