Dáríulerki

Dáríulerki (fræðiheiti Larix gmelinii) er lerkitegund sem upprunnin er í austurhluta Síberíu og Norðaustur-Mongólíu, Norðaustur-Kína og Norður-Kóreu.

Dáríulerki
Dáríulerkiskógur í norðuvestur Síberíu
Dáríulerkiskógur í norðuvestur Síberíu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Larix
Tegund:
L. gmelinii

Tvínefni
Larix gmelinii
(Rupr.) Rupr.

Dáríulerki er meðalstór sumargrænt barrtré sem er 10 - 30 m hátt og getur ummál trábols náð 1 me. Tegundir af Dáríulerki eru

  • Larix gmelinii var. gmelinii
  • Larix gmelinii var. japonica
  • Larix gmelinii var. olgensis
Skógur í Síberíu með dáríulerki

Dáríulerki myndar stóra skóga í austur Síberíu og vex í 50-1,200 m hæð í grunnum jarðvegi fyrir ofan sífreri. Dáríulerki er það tré sem vex nyrst í heiminum (73°N) og það tré í heiminum sem þolir mestan kulda. Fundist hefur tré í Jakútíu sem er 919 ára gamalt. Erfitt hefur reynst að rækta daríulerki á syðri breiddargráðum þar sem það er aðlagað mjög löngum vetrardvala. Í heimkynnum þess er frost alveg þangað til seinast í maí eða júní og ekkert frost svo aftur þangað til sumri lýkur.

TengillBreyta


 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.