Saint Helier
Saint Helier (franska: Saint-Hélier, jèrriais: Saint Hélyi) er höfuðborg Ermarsundseyjarinnar Jersey. Íbúar eru um 33.500 sem er rúmlega þriðjungur íbúa eyjarinnar. Borgin heitir eftir sankti Helier sem er verndardýrlingur eyjarinnar. Talið er að bær hafi staðið þarna frá því Rómverjar réðu yfir Gallíu.