Súlavesíhaf
Súlavesíhaf eða Celebeshaf (indónesíska: Laut Sulawesi; tagalog: Dagat Selebes) er strandhaf í vesturhluta Kyrrahafs sem markast í norðri af Súlueyjum og Mindanaó á Filippseyjum, í austri af Sangiheeyjum og Súlavesí, í vestri af Borneó og í suðri af Súlavesí. Hafið tengist Jövuhafi um Makassarsund.
Súlavesíhaf er gamalt djúphafsflæmi sem myndaðist fyrir 42 milljónum ára. Það einkennist af flóknu samspili sterkra hafstrauma, dúpála og virkra eldfjalla.