Söguheimur er skáldaður heimur þar sem að saga á sér stað. Slíkur heimur getur verið ýmist alfarið skapaður frá grunni eða byggður á raunveruleikanum að einhverju leyti. Tilgangur slíkra heima er sá, að gefa höfundi skáldverksins ótakmarkað svigrúm til listrænnar sköpunar, hvort sem það er í formi bókmennta, sjónvarpsþátta, tónlistar, leiklistar eða spunaspila, svo dæmi séu nefnd. Söguheimur er ein tegund af sögusviði.

Söguheimar í skáldsögum

breyta

Þekktasti söguheimur í skáldsögu er án efa Miðgarður eða Middle Earth í sögum J.R.R. Tolkiens, en sá heimur á ekkert skylt við raunveruleikan þó svo að margt í þeim heimi eigi sér samsvörun í raunveruleikanum, og heimurinn er byggður að mjög miklu leyti á norrænni goðafræði. Dæmi um þekkta heima sem byggja á raunveruleikanum eru heimurinn í Harry Potter bókunum og heimur H.P.Lovecrafts, sem byggir á Bandaríkjunum c.a. 1920, en bætir við ýmsum ógnvekjandi fyrirbærum á borð við uppvakninga, djöfla o.fl.

Narnía heimurinn byggir á Evrópu á miðöldum en bætir við göldrum og ýmsum forneskjulegum verum.

Framtíðarlegir heimar í skáldskap eru margir - söguheimarnir í bókunum Bicentennial Man og I, Robot eftir Isaac Asimov og heimur Neal Stephensons sem kemur fram m.a. í Snow Crash og The Diamond Age eru dæmi um það.

Söguheimar í sjónvarpi og kvikmyndum

breyta

Margir mjög þekktir söguheimar hafa komið fram í kvikmyndum og sjónvarpi. Þeirra þekktastur er líklega Star Wars heimurinn, sem er heil uppspunin stjörnuþoka sem ber þó mörg einkenni þeirrar stjörnuþoku sem við lifum í. Star Trek og Babylon 5 sýna sýn höfunda þeirra þáttasería á framtíð mannkynsins. Söguheimar sem eru nær okkur í tíma eru til dæmis kaldastríðsheimar Tom Clancy í bókum og myndum hans um Jack Ryan og Ian Flemming um Breska spæjarann James Bond.

Söguheimar í tónlist

breyta

Ýmsir hljómlistamenn hafa notast við sérstaka söguheima í tónverkum sínum, sérstaklega í söngleikjum og óperum. Gott dæmi um þetta er hljómsveitin Ayreon.

Söguheimar í spunaspilum

breyta

Spunaspil hafa verið grundvöllur fyrir gerð margra söguheima. Þekktir söguheimar í spunaspilum eru Forgotten Realms heimur Dungeons & Dragons spilsins og framtíðarheimurinn í Cyberpunk og Shadowrun spilunum.

Margir einstakir spunaspilsstjórnendur skapa sína eigin söguheima, en dæmi um tilbúinn heim eftir Íslending er Calara eftir Kára Emil Helgason.

Söguheimar í tölvuleikjum

breyta

Margir tölvuleikir gerast í söguheimum sem eiga sér litla hliðstæðu í veruleikanum. Dæmi um víðtæka söguheima sem skapaðir hafa verið fyrir tölvuleiki eru Warcraft og Starcraft heimarnir sem skapaðir hafa verið af Blizzard tölvuleikjaframleiðandanum. Fjölmörg fleiri dæmi eru til, sérstaklega á sviði fjölspilunarleikja á netinu (MMORPG).