Sósíalíski vinstriflokkurinn
Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV – Sosialistisk Venstreparti) er norskur stjórnmálaflokkur sem samkvæmt stefnuskrá sinni er „sósíalískur, umhverfissinnaður, friðarsinnaður og andsnúinn kynþáttahyggju“.
Sósíalíski vinstriflokkurinn Sosialistisk Venstreparti | |
---|---|
Leiðtogi | Kirsti Bergstø |
Stofnár | 16. mars 1975 |
Höfuðstöðvar | Hagegata 22, Ósló |
Félagatal | 11.385 (2020)[1] |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Sósíalismi, umhverfishyggja, friðarhyggja, lýðveldisstefna |
Einkennislitur | Rauður |
Sæti á stórþinginu | |
Vefsíða | www.sv.no |
Flokkurinn var stofnaður 1975, en á rætur í Sósíalíska þjóðarflokknum sem var stofnaður 1961. Bakgrunnur þess að SF og seinna SV var sett á laggirnar var óánægja með vinahót Verkamannaflokksins við vesturveldin í kalda stríðinu. Frá 1960 til 1980 einkendist utanríkisstefna flokksins af sambandi við austantjaldslöndin og andstöðu við aðild Noregs að Atlantshafsbandalaginu. Í formannstíðum Eriks Solheim og Kristins Halvorsen síðan 1987 hefur flokkurinn lagt meiri áherslu á innanríkismál. Flokkurinn kom nærri því að klofna þegar flokksforystan og stórþingsmeðlimirnir studdu hernaðaraðgerðir gegn Júgóslavíu árið 1999. Frá 2005 til 2013 studdi flokkurinn ríkisstjórn sem leidd var af Verkamannaflokknum og Jens Stoltenberg.
Í þingkosningum árið 2009 fékk flokkurinn 6,2% atkvæða og 11 sæti í stórþinginu. Í sveitarstjórnarkosningum 2011 fékk flokkurinn 4,1 % atkvæða. Kirsti Bergstø hefur verið formaður flokksins frá 2023. Flokkurinn telst til vinstri við Verkamannaflokkinn en til hægri við Rødt og NKP.
Tilvísanir
breyta- ↑ MEDLEMSTALLENE I SV MOT NYE HØYDER, 10 Jan 2018, afrit af upprunalegu geymt þann 25 mars 2020, sótt 25. mars 2020.