Sólmyrkvinn 20. mars 2015

Sólmyrkvinn 20. mars 2015 var almyrkvi á sólu sem gengur yfir Atlantshaf, Færeyjar, Svalbarða og Norðurslóðir. Almyrkvi varð þegar tunglið gengur á milli jarðarinnar og sólar þannig að það huldi algerlega sólina frá jörðu séð. Almyrkvinn var í hámarki um 260 km norður af Færeyjum kl. 09:45:39 (UTC). Almyrkvi gekk síðast yfir Færeyjar 30. júní 1954. Frá Færeyjum gekk almyrkvinn til norðurs yfir Svalbarða og þaðan í átt að Norðurheimskautinu. 20. mars er jafndægur að vori og almyrkvinn átti sér því stað á Norðurheimskautinu í sama mund og sólin kom upp þar eftir sex mánaða myrkur.

Hreyfimynd af ferli sólmyrkvans
Berlin 10:28

Sólmyrkvinn sást sem deildarmyrkvi sem hylur hluta af sólinni í Evrópu, Grænlandi, Afríku og Asíu. Mestur var deildarmyrkvinn á Íslandi, Grænlandi, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Almyrkvinn gekk yfir u.þ.b. 70 km frá suðausturströnd Íslands. Á Höfn og Neskaupstað huldi tunglið 99,6% af flatarmáli sólar. 98% á Akureyri, 97,7% í Reykjavík og 96,4% á Ísafirði.

Sólmyrkvinn 20. mars 2015
Staður Land Upphaf deildarmyrkva Upphaf almyrkva Lok almyrkva Lok deildarmykrva Lengd almyrkva Stærð
Þórshöfn Fáni Færeyja Færeyjar 08:38:51 09:40:53 09:42:53 10:47:50 2m 0s 1.007
Longyearbyen Fáni Noregs Noregur 09:11:53 10:10:44 10:13:11 11:12:21 2m 27s 1.014

Tenglar

breyta

Vísindavefur: Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?