Sínó-tíbesk tungumál
(Endurbeint frá Sínótíbetsk mál)
Sínó-tíbesk tungumál eru tungumálaætt um 250 mála sem töluð eru í Austur-Asíu, Suðaustur-Asíu og á svæðum í Suður-Asíu. Þessi tungumálaætt er sú næststærsta í heimi á eftir indóevrópskum málum. Eins og gefur að skilja eru aðeins tvær megin greinar á þessari ætt, hin sinitíska, sem er einfaldlega kínverska, forn sem ný í öllum sínum mállýskum, og tíbesk-búrmísk grein sem aftur hefur marga undirflokka.
Sinó-tíbetsk tungumál | ||
---|---|---|
Undirflokkar | Sinitísk Tíbesk-búrmísk | |
ISO 639-5 | sit |
Undirflokkar tíbetísk-búrmískra mála eru eftirfarandi:
- Abor-mírí-dafla mál
- Austur-Himalaja mál
- Bodisí-mál
- Bodó-garó mál
- Karen-mál -- allmargar náskyldar mállýskur talaðar í austur Míanmar og vestur Taílandi. hafa að ýmsu leiti sérstöður innan tíbetsk-búrmísku greinarinnar svo sem hvað snertir orðaröð sem er FSA en í öðrum tíbetsk-búrmískum málum SAF.
- Katjinn-mál
- Konjak-mál -- Nokte, tsjang, vantso og fleirri töluð af ættflokkum í Arúnatsjal Pradesh á Indlandi.
- Kúkí-tjinn mál
- Lóló-búrmísk mál
- Míkír-meitei mál, tvö mál í Manípúr og Assam á Indlandi.
- Naga-mál
- Rúng-mál