Síberíugreni
Síberíugreni, Picea obovata, er grenitegund ættuð úr Síberíu, frá Úralfjöllum austur til Magadan Oblast, og frá trjálínu norðurslóða suður til Altai-fjalla í norðvestanverðri Mongólíu.
Síberíugreni | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Síberíugreni í Yakútíu
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Picea obovata Ledeb. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Lýsing
breytaÞetta er meðalstórt sígrænt tré, 15 til 35 metra hátt með stofnþvermál að 1,5 metrum, keilulaga krónu með hangandi smágreinum. Sprotarnir eru gulir eða gulbrúnir en verða smám saman gráleitir, breytilega hærðir (gisin- til þétthærðir). Barrið er nálarlaga, 1 til 2 sm langt, tígullaga í þversniði, gljáandi grænt yfir í grágrænt með lítt áberandi loftaugarákum. Könglarnir eru sívalt-keilulaga, 5 til 10 sm langir og 1,5 til 2 sm breiðir, grænir eða purpuralitir, verða gljáandi brúnir við þroska 4 til 6 mánuðum eftir frjóvgun, köngulhreistrið stíft og mjúklega ávalt.
Þetta er mikilvæg timburtegund í Rússlandi, og er viðurinn notaður í almenna smíði og í pappírsframleiðslu. Barrið er notað til að gera grenibjór.
Köngulskeljar síberíugrenis eru étnar af lirfum Cydia illutana
Ræktun á Íslandi
breytaSíberíugreni hefur lítið verið reynt á Íslandi, en eitt tré stendur í Lystigarðinum á Akureyri og þrífst ágætlega þrátt fyrir ýmis áföll.[2]
Flokkun
breytaKomið hefur í ljós að Síberíugreni og rauðgreni (Picea abies) eru mjög áþekkar tegundir erfðafræðilega og gætu verið taldar tvær náskyldar undirtegundir af P. abies.[3]
Síberíugreni blandast mikið við rauðgreni þar sem þessar tvær tegundir mætast í Norðaustur-Evrópu; tré á breiðu svæði, frá því nyrst í norðaustanverðum Noregi og Norður-Finnlandi austur til Úralfjalla eru flokkuð sem blendingurinn Picea × fennica (Regel) Komarov (eða P. abies subsp. × fennica, ef þessar tvær tegundir eru álitnar undirtegundir); þau eru frábrugðin dæmigerðum P. obovata austan frá Úral að því leyti að köngulskeljar eru síður ávalar og gjarnan þríhyrningsyddar.
-
Ung síberíugrenitré, Khanty–Mansi Okrug (Rússlandi)
Tilvísanir
breyta- ↑ A. Farjon (2011). „Picea obovata“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2014.3. Sótt 10. desember 2014.
- ↑ „Lystigarður Akureyrar Síberíugreni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2020. Sótt 15. febrúar 2017.
- ↑ Konstantin V. Krutovskii & Fritz Bergmann (1995). „Introgressive hybridization and phylogenetic relationships between Norway, Picea abies (L.) Karst., and Siberian, P. obovata Ledeb., spruce species studied by isozyme loci“. Heredity. 74 (5): 464–480. doi:10.1038/hdy.1995.67.
Viðbótarlesning
breyta- Farjon, A. (1990). Pinaceae: Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific. ISBN 3-87429-298-3 [Norður-Ameríka].
- Staff of the Bailey Hortorium (2000). Hortus Third. Barnes and Noble Books. ISBN 0-7607-2116-5 p. 871.