Runólfur Jónsson (skólameistari)

Runólfur Jónsson (um 16191654) var skólameistari á Hólum og í Danmörku, fornfræðingur og fékk meistaranafnbót fyrir lærdóm sinn.

Runólfur var fæddur á Skeggjastöðum á Langanesströnd, sonur séra Jóns Runólfssonar prests þar og síðar á Svalbarði í Þistilfirði og Munkaþverá, sem dó 1682 og var þá sagður 102 ára gamall, og miðkonu hans Sigríðar Einarsdóttur, Nikulássonar klausturhaldara á Munkaþverá.

Runólfur þótti mikill gáfumaður. Hann lærði í Hólaskóla, var um tíma við nám í Kaupmannahöfn en kom svo heim og var skólameistari á Hólum frá 1643 til 1649. Á meðan hann var þar er hann sagður hafa mælt hnattstöðu Hóla. Þegar hann lét af embætti fór hann til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þar lagði hann stund á fornfræði, skrifaði á latínu rit málfræðilegs eðlis, meðal annars fyrstu íslensku málmyndalýsinguna, og vann að latnesk-íslenskri orðabók. Runólfur var sæmdur meistaranafnbót 1650 fyrir lærdóm sinn. Sagt var að hann stefndi á að verða biskup á Hólum á eftir Þorláki Skúlasyni.

Hann varð skólameistari í Christiansstad á Skáni en dó þar 1654 úr skæðri pest sem gekk þá um Danmörku og lagði meðal annars nokkra íslenska námsmenn að velli. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Heimildir

breyta
  • „Skólameistaratal á Hólum í Hjaltadal. Norðanfari, 33.-34. árgangur 1882“.
  • „Saga latínuskóla á Íslandi til 1846. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 14.árgangur 1893“.
  • Bækur eftir Runólf Jónsson á Bækur.is[óvirkur tengill]