Rugbyfélag Reykjavíkur

Rugbyfélag Reykjavíkur (Reykjavík Raiders) er fyrsta skráða og opinberlega viðurkennda ruðningsliðið á Íslandi, bæði hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands sem og Rugby Europe. Liðið er staðsett í Reykjavík og hefur reglulega þjálfun fyrir bæði karla og konur auk þess að vera virkt í að auka þróun og vitund á ruðningi á Íslandi.[heimild vantar]

Þróunaráætlun þeirra heldur reglulega kynningar í skólum auk þess að halda opnar kynningar fyrir nýja leikmenn.

Klúbburinn er með bæði 7-manna og 15-manna lið.

Félagið var stofnað árið 2010 og keppti í fyrsta sinn í Scandinavian Sevens í Kaupmannahöfn í Danmörku í ágúst sama ár. Raiders liðið hefur reglulega kept í Kaupmannahöfn síðan.

Sunnudagur 3. júlí 2011 var sögulegur dagur fyrir þróun ruðnings á Íslandi og stór tímamót fyrir Reykjavík Raiders. Þetta var dagsetning fyrstu 15-manna leiks sem félagið spilaði og fyrsti leikurinn sem spilaður var á íslenskri grund. Leikurinn var spilaður gegn Thunderbird Old Boys frá Phoenix á íþróttavelli Vals í Reyjkavik. Þetta var mikilvægt skref fyrir íslenska liðið sem endaði með íslenskum sigri.

Einnig var 2013 mikilvægt ár fyrir þróun Raiders klúbbsins og ruðnings á Íslandi. Íslenska Exiles rugby-liðið var stofnað sem ferðaklúbb fyrir íslenska og alþjóðlega leikmenn fyrir þær aðstæður þar sem allt Raiders liðið var ekki að fara að ferðast. Íslensku Exiles var samansett af leikmönnum frá Íslandi, Írlandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, og Japan. Ferð Íslensku Exiles hófst í Kanada og ferðast var með rútu til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru sex 15s leikir á leiðinni til Vegas HSBC Invitational Rugby Tournament. Meðlimir Reykjavík Raiders hafa sótt nokkur mót síðan þá sem Exiles með leikmönnum frá öllum heimshornum. Árið 2013 lék íslenska landsliðið (sem á fyrstu árum var gert að öllu leyti úr leikmönnum Raiders) fyrsta opinbera rugby 7s mótið. Keppnin FIRA-AER Rugby 7s var haldin laugardaginn 1. júní í Riga í Lettland. Landsliðið hélt áfram að taka þátt í FIRA-AER Rugby 7s mótið og var virkur þátttakandi (þar sem FIRA-aER varð Rugby Europe) þar til mótsins 2018 í Eistland. Eftir mótið árið 2018 breytti Rugby Europe mótsdeildinni eftir að rugby 7 var vígt sem Ólympíu íþrótt sem leiddi til þess að nokkur landslið (Ísland þar á meðal) voru tekin úr keppninni.

Á síðari árum hafa Reykjavík Raiders haldið áfram að þróast og spila reglulega alþjóðlega leiki bæði erlendis og á Íslandi. Raiders er enn sem komið er einn af aðeins þremur ruðningsklúbbum í Reykjavík.

Á meðan COVID-faraldrinum stóð yfir var klúbbnum ekki leyft að æfa í næstum tvö ár og þar af leiðandi minnkaði fjöldi skráðra meðlimenda. Ennfremur fluttu nokkrir lykilleikmenn og skipuleggjendur erlendis á þessu tímabili sem seinkaði endurkomu félagsins. Frá hausti 2021 hefur Raiders klúbburinn verið virkur og fjölgun meðlima hefur leitt til jafnvel meiri metnaðar. Raiders náðu fullum 15s liðsnúmerum árið 2023 þar sem liðið spilaði þrjá leiki gegn alþjóðlegum liðum sem komu til Íslands.[1] Reykjavík Raiders sigruðu tvemur af þremur þessa leikja.[2][3]

Núverandi lið

breyta
Current Squad (2024)
Leikmenn Staða Hæð Þyngd Fæðingadagur Caps Þjóðerni
Alexandre Paumier Prop 1.85 m (6ft 5 in) 105 kg (242 lb) 01.06.1997 4   Luxembourg
André Ventura Prop 1.80 m (5ft 11 in) 100 kg (286 lb) 22.11.1994 0   Portugal
Florin-Robertino Alexa Prop 1.82 m (5ft 11 1⁄2 in) 103 kg (227 lb) 27.01.1979 5   Romania
Kristján Wales Hooker 1.80 m (5ft 11 in) 110 kg (225 lb) 16.04.1997 6   Iceland
Daníel Árnason Hooker 1.79 m (5ft 10 1⁄2 in) 99 kg (218 lb) 28.01.2001 0   Iceland
Höskuldur Sylvain Hooker 1.70 m (5ft 7 in) 98 kg (216 lb) 20.09.1985 21   Iceland
Birnir Pétursson Lock 1.95 m (6ft 5 in) 118 kg (260 lb) 25.06.1985 46   Iceland
Þorkell Guðnason Lock 1.95 m (6ft 5 in) 135 kg (297 lb) 21.03.1987 21   Iceland
Orri Viðarsson Lock 1.98 m (6ft 6 in) 118 kg (266 lb) 01.03.1994 18   Iceland
Michael Nestor Lock 1.95 m (6ft 5 in) 100 kg (220 lb) 20.05.1996 2   Ireland
Thomas Clogan Loose Forward 1.94 m (6ft 4 1⁄2 in) 110 kg (242 lb) 15.02.1987 5   USA
Björn Lerm Loose Forward 1.88 m (6ft 2 in) 95 kg (242 lb) 07.07.1996 2   South Africa
Henning Sørensen Loose Forward 1.88 m (6ft 2 in) 97 kg (213 lb) 26.04.1979 16   Denmark
Radosław Jasiński Loose Forward 1.90 m (6 ft 3 in) 103 kg (227 lb) 22.10.1988 3   Poland
Sean Wales Loose Forward 1.85 m (6 ft 1 in) 90 kg (200 lb) 06.05.2004 2   Uganda
Antoine Cordier Scrum-half 1.80 m (5ft 11 in ) 83 kg (182 lb) 14.12.1985 6   France
Christopher Long Scrum-half 1.73 m (5ft 8 in) 76 kg (167 lb) 18.12.1994 1   Scotland
Romain Lasseur Fly-half 1.72 m (5ft 8 ¾ in) 78 kg (171 lb) 11.04.1993 4   France
Phillip Kendrick (C) Fly-half 1.73 m (5ft 8 in) 108 kg (242 lb) 13.05.1981 18   Wales
Heiðar Heiðarson Centre 1.81 m (5ft 11 1⁄2 in) 93 kg (205 lb) 19.09.1973 24   Iceland
Martin Nizon Centre 1.83 m (6ft) 80 kg (176 lb) 29.10.2002 0   France
Ágúst Ágústsson Centre 1.80 m (5ft 11 in) 88 kg (194 lb) 16.11.2001 4   Iceland
Ruairi Hanlon Centre 1.79 m (5ft 10 1⁄2 in) 80 kg (99 lb) 21.09.2005 0   Ireland
Thejus Venkatesh Wing 1.75 m (5ft 9 in) 75 kg (165 lb) 14.05.1995 5   India
Áki Jarl Láruson Wing 1.77 m (5ft 9 1⁄2 in) 87 kg (191 lb) 25.11.1985 4   Iceland
Sebastían Sigurðarson Wing 1.85 m (6ft 1 in) 82 kg (181 lb) 17.03.2001 0   Iceland
Egill Helgason Full-back 1.90 m (6ft 3 in) 80 kg (176 lb) 04.04.2001 3   Iceland
Guillaume Janson Full-back 1.84 m (6ft ¼ in) 84 kg (185 lb) 01.07.1991 2   France

Tilvísanir

breyta
  1. Fréttir, Innlendar. „Hressilegt Rugby í rigningunni“. MBL. MBL. Sótt 23. júlí 2023.
  2. Ástvaldsson, Jóhann Páll. „Íslendingum fjölgar í Rugby-félagi Reykjavíkur“. RUV. RUV. Sótt 23. júlí 2023.
  3. „Lögðu frönsku sjóliðana að velli“. MBL. MBL. Sótt 23. júlí 2023.