Nagdýr
(Endurbeint frá Rodentia)
Nagdýr eru fjölskipaðasti ættbálkur spendýra með um 2.000 til 3.000 tegundir. Flest nagdýr eru smá, en ein tegund, flóðsvínið, verður 45 kíló að þyngd. Það sem einkennir nagdýr eru stórar framtennur í efri og neðri góm sem eru rótopnar, þ.e. vaxa alla ævi svo dýrið verður að halda þeim við með því að naga stöðugt.
Nagdýr | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||
| ||||||||
Undirættbálkar | ||||||||
Kanínur og hérar eru stundum talin til nagdýra, en þau voru árið 1912 færð undir annan ættbálk í flokkunarfræðinni.
Hamstrar, kanínur, naggrísir og stökkmýs eru vinsæl gæludýr.
Tilvísanir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Nagdýr.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Rodentia.