Robert Audi
Robert Audi (fæddur í nóvember 1941) er bandarískur heimspekingur, sem fæst einkum við þekkingarfræði og siðfræði, einkum innsæishyggju í siðfræði og athafnafræði. Hann er O'Brien-prófessir í heimspeki við Notre Dame-háskóla en var áður deildarforseti í viðskiptaskóla háskólans. Í bók sinni frá 2005, The Good in the Right, ver hann nýja útgáfu af innsæishyggju W. D. Ross og leggur grunn að þekkingarfræði siðfræðinnar. Hann hefur einnig skrifað um stjórnspeki, einkum um tengsl ríkis og trúfélaga.
Robert Audi | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1941 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar |
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk | Action, Intention, and Reason (1993); The Structure of Justification (1993); Moral Knowledge and Ethical Character (1997); The Good is the Right: A Theory of Intuition and Intrinsic Value (2005) |
Helstu kenningar | Action, Intention, and Reason (1993); The Structure of Justification (1993); Moral Knowledge and Ethical Character (1997); The Good is the Right: A Theory of Intuition and Intrinsic Value (2005) |
Helstu viðfangsefni | þekkingarfræði, siðfræði, athafnafræði, stjórnspeki, trúarheimspeki |
Starfsferill
breytaAudi lauk B.A.-gráðu frá Colgate-háskóla í New York-ríki og M.A.- og Ph.D. gráður frá Michigan-háskóla. Hann kenndi um skeið við Texas-háskóla í Austin og árum saman sem Charles J. Mach-háskólaprófessor í heimspeki við Nebraska-háskóla í Lincoln áður en hann flutti sig yfir til Notre Dame-háskóla. Hann var ritstjóri fyrstu og annarrar útgáfu The Cambridge Dictionary of Philosophy (1995, 1999). Hann var einnig ritstjóri ritraðanna Modern Readings in Epistemology og Modern readings in Metaphysics.
Þekkingarfræði
breytaAudi er málsvari kenningar sem hann nefnir brigðgenga bjarghyggju (e. fallibilistic foundationalism). Hann telur að bjarghyggja sé eina raunhæfa andsvarið gegn þekkingarfræðilegum vítarunurökum. Samkvæmt vítarunurökunum eru fjórar leiðir opnar ef sérhver skoðun þarf að vera réttlætt: vítaruna, vítahringur, grundvöllur fundinn í skoðun sem telst ekki þekking eða grundvöllur fundinn í skoðun sem er sjálfréttlætt.
Audi telur að bjarghyggja sé venjulega álitin óbrigðul. Það er að segja, hún felur venjulega í sér að þekking byggist á grundvallarskoðunum sem eru frumsendur og nauðsynlega sannar og að öll önnur þekking sé leidd af þeim. En Audi telur að bjarghyggja geti verið brigðul í þeim skilningi að skoðanirnar sem rísa á grunninum séu fengnar með tilleiðslu út frá grunnskoðununum og geti því reynst rangar. Hann heldur einnig að grundvallarskoðanir þurfi ekki að vera nauðsynleg sannindi.
Helstu ritverk Audis
breytaBækur
breyta- Belief, Justification, and Knowledge (1986)
- Action, Intention, and Reason (1993)
- The Structure of Justification (1993)
- Moral Knowledge and Ethical Character (1997)
- Epistemology: A Contemporary Introduction to the Theory of Knowledge (1998, 2. útg. 2003)
- Religious Commitment and Secular Reason (2000)
- The Architecture of Reason: The Structure and Substance of Rationality (2001)
- The Good is the Right: A Theory of Intuition and Intrinsic Value (2005)
- Practical Reasoning and Ethical Decision (2006)
- Moral Value and Human Diversity (2008)
- Business Ethics and Ethical Business (2008)
Ritstýrð verk
breyta- Rationality, Religious Belief, and Moral Commitment: New Essays in the Philosophy of Religion (ásamt William J. Wainwright) (1986)
- Cambridge Dictionary of Philosophy (1995, 2. útg. 1999)
- Religion in the Public Square: The Place of Religious Convictions in Public Debate (ásamt Nicholas Wolterstorff) (1997)
- Rationality, rules, and ideals: critical essays on Bernard Gert's Moral Theory (ásamt Walter Sinnott-Armstrong) (2003)