A Treatise of Human Nature

(Endurbeint frá Ritgerð um mannlegt eðli)

A Treatise of Human Nature eða Ritgerð um mannlegt eðli er rit eftir skoska heimspekinginn David Hume, sem kom út á árunum 1739–1740.

Hume samdi Ritgerðina í Frakklandi 26 ára gamall. Þótt margir fræðimenn telji nú Ritgerðina vera mikilvægasta rit Humes og eitt mikilvægasta rit í sögu heimspekinnar hlaut hún ekki góðar viðtökur í Bretlandi í upphafi. Hume sjálfur lýsti viðtökunum þannig að bókin hefði „fallið dauð úr prentvélinni“.

Hume vildi vita hvort Ritgerðin hlyti góðar viðtökur og ef svo yrði ætlaði hann að ljúka við verkið með því að auka við Ritgerðina bækur um stjórnmál og samfélagsgagnrýni. Það gerði hann ekki vegna þess hvernig verkinu var tekið.

Þegar Hume hafði komist að þeirri niðurstöðu að vandi Ritgerðarinnar væri stílfræðilegur fremur en boðskapur hennar endurvann hann hluta efnisins í Rannsókn á skilningsgáfunni. Sú bók naut ekki heldur mikilla vinsælda en var þó betur tekið en Ritgerðinni.

Efni ritsins er eftirfarandi:

  • 1. bók: „Um skilninginn“ („Of the Understanding“) - Umfjöllun um allt frá uppruna hugmynda okkar til þess hvernig þær eru flokkaðar. Í þessum hluta verksins er mikilvægur kafli um efahyggju.
  • 2. bók: „Um ástríðurnar“ („Of the Passions“) - Umfjöllun um geðshræringar.
  • 3. bók: „Um siðferði“ („Of Morals“) - umfjöllun um siðferði, réttlæti, skyldur og góðan vilja.

Ritgerð um mannlegt eðli er nú laus undan höfundarrétti.

Tengt efni

breyta

Heimild

breyta
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.