Geðshræring er upphrært ástand sem fólk kemst í við taugaboðum sem stafa af innra eða ytra áreiti. Geðshræringar geta verið ýmist jákvæðar (gleði, hamingja) eða neikvæðar (reiði, sorg) eða hvorugt (undrun). Geðshræringar tengjast tiltekinni hegðun (til dæmis hlátur eða grátur), innri reynslu og tilhneigingu, líkamlegri örvun, námi og virkni taugakerfisins. Geðshræringar þjóna því hlutverki að túlka reynslu og hafa því mikið að segja fyrir nám og eru líka mikilvægur þáttur í samskiptum.

Misminandi tilfinningar 20 einstaklinga.

Tilfinningar eru huglæg upplifun geðshræringa.

Heimildir og ítarefni breyta

  • Lyons, William. Emotion (Cambridge: Cambridge University Press, 1980).

Tenglar breyta

  • „Er vit í tilfinningum?“. Vísindavefurinn.
   Þessi sálfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.