An Essay Concerning Human Understanding

An Essay Concerning Human Understanding eða Ritgerð um mannlegan skilning er annað tveggja áhrifamestu ritverka Johns Locke; hitt verkið er Ritgerð um ríkisvald (Second Treatise on Civil Government). Ritgerð um mannlegan skilning, sem kom fyrst út árið 1689, fjallar fyrst og fremst um undirstöður mannlegrar þekkingar og skilnings. Locke lýsir mannshuganum sem auðu blaði (tabula rasa) við fæðingu, sem reynslan fyllir út. Verkið var eitt af meginritum um raunhyggju á nýöld og hafði mikil áhrif á ýmsa heimspekinga upplýsingartímabilsins, meðal annars David Hume og George Berkeley. Rit Immanuels Kant, Gagnrýni hreinnar skynsemi (Kritik der reinen Vernunft) var samið m.a. sem viðbragð við heimspeki Lockes. Á nútímanum hafa margir fræðimenn rakið upphaf sjálfsins til Ritgerðar um mannlegan skilning.

Forsíða 1690 útgáfu Ritgerðar um mannlegan skilning.

Locke samdi Ritgerð um mannlegan skilning á 18 ára löngu tímabili. Í „Bréfi til lesandans“ skrifar Locke að hugmyndin að verkinu hafi kviknað í samræðum hans við vini sína. Þegar samræðurnar virtust hjakka í sama farinu sagði Locke að þeir næðu engum árangri án þess að rannsaka ítarlega „okkar eigin getu ... hvaða viðfang skilningur okkar gæti eða gæti ekki höndlað“. Samræðurnar áttu sér stað um 1671 en það ár gerði Locke tvö uppköst að ritinu. Hann hélt áfram að vinna við það í tæplega tvo áratugi, endurskoða og auka við upphaflega afstöðu sína. Þótt ritið sé skráð síðan 1690 kom það í raun fyrst út árið 1689.

Tengt efni

breyta

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „An Essay Concerning Human Understanding“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. apríl 2006.

   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.