Riddaralið er samheiti yfir hermenn sem berjast á hestbaki, oftast með eggvopnum eða lagvopnum, þótt það geti haft flestar tegundir vopna. Riddarar voru léttvopnaðir, oft með öxum og bogum þangað til menn uppgötvuðu ístaðið. Með því urðu þeir mun stöðugri í söðli, gátu klæðst þyngri herklæðum og farið að nota skriðþunga hestsins sjálfs til þess að auka áhrifin af lensum og öðrum spjótum. Ístöð voru þekkt á Indlandi frá 6. öld f.o.t. og bárust til Rómarveldis um árið 200. Næstu aldirnar varð riddaralið í ýmsum myndum veigameiri og veigameiri þáttur í hernaði. Þungvopnað lensulið, ríðandi stóðhestum, var kjarninn í evrópskum miðaldaherjum. Á meðan notuðu arabískir herir merar og beittu frekar sverðum og liðugri baráttuaðferðum. Mongólskir herir notuðu boglið á hestbaki, búið sterkum hornbogum. Riddaralið urðu úrelt þegar hernaður varð vélvæddur og bílar, bifhjól og ýmis brynvarin farartæki leystu hestana af hólmi. Síðustu stóru orrustur í Evrópu, þar sem riddaraliði var beitt, voru í Síðari heimsstyrjöld, þar sem Pólverjar tefldu fram riddaraliði gegn skriðdrekum bæði Þjóðverja og Rússa og biðu afhroð.

Riddaralið í nútímanum

breyta

Þó að notkun hesta í hernaði hafi að mestu verið lögð niður eftir Seinni heimstyrjöldina er hugtakið riddaralið ennþá oft notað yfir herflokka sem byggjast á brynvörðum vélum eða þyrlum.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.