Hnakkur eða söðull er ein tegund reiðtygja.

Enskur söðull

Algengast var alveg fram á 19. öld að áreiði almennings væri svokallaðir reiðþófar en það voru dýnur úr ullarþæfu. Myndverk frá miðöldum sýna skreytta söðla sem líta út eins og djúpir stólar. Þeir söðlar voru sennilega kallaðir standsöðlar en einkenni þeirra voru háar bríkur að framan og aftan. Þeir voru málaðir eða látúnsbúnir og voru þá kallaðir látúnssöðlar eða hellusöðlar. Konur riðu í sveifarsöðli en þar var eins konar stóll, breið sveif milli hárra bríka og fótaþjöl fyrir báða fætur. Á 17. öld urðu karlmannssöðlar þægilegri, í stað standsöðla komu bryggjusöðlar eða bryggjuhnakkar með lægri brúnum. Með iðnlærðum söðlasmiðum á miðri 19. öld komu nýjar gerðir af hnökkum og kvensöðlum, bríkur hurfu og dýnan var stoppuð með togi eða hrosshári og fest undir söðul og hnakk. Við lok 19. aldar urðu enskir klakksöðlar útbreiddir en í slíkum söðli sátu konur á ská og gátu stýrt hestinum. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Sigríður Sigurðardóttir, Reiðver og Akfæri“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. mars 2016. Sótt 11. október 2013.