Raunhyggja í alþjóðasamskiptum

Raunhyggja er ráðandi kenning í alþjóðasamskiptum og er vissuhyggjukenning. Kenninguna má rekja allt aftur til Þúkýdídesar og Machiavellis. Helstu einkenni raunhyggju eru áherslur á styrk ríkja og forsendur fyrir tilvist ríkisins, raison d’état. Raunhyggja byggir kenningu sína á því að ríki séu alls ráðandi og aðalgerendur í alþjóðasamfélaginu. Auk þess sem raunhyggjan gengur út frá því að ríki lifi í hættulegu umhverfi og að alþjóðsamélagið byggi á stjórnleysi.

Niccolò Machiavelli skrifaði The Prince sem byggist á raunhyggju.

Helstu áherslur raunhyggju

breyta

Kenningin um raunhyggju byggir á eftirfarandi ályktunum:[1]

 1. Í alþjóðasamfélaginu ríkir stjórnleysi.
  • Utan landamæra ríkjanna starfa ríkin sjálf í stjórnleysi þar sem reglur og lög eru ekki í samræmi við reglur innan ríkja.
  • Stjórnleysið veldur stöðugri baráttu um völd og leit að valdajafnvægi.
  • Stjórnleysið er einkenni á kerfinu en ekki orsök átaka innan þess.
 2. Ríkishyggja
  • Ríki eru aðalgerendur í alþjóðakerfinu.
 3. Markmið ríkja er að lifa af.
 4. Sjálfshjálparviðleitni.
  • Stjórnleysi alþjóðakerfisins hvetur til sjálfshjálpar og ríki reyna að hámarka öryggi sitt.

Raunhyggja leggur ofur áherslu á ríki og leið þeirra til að tryggja sér völd. Ríki munu ávallt sækjast í aukin völd til að tryggja að þau lifi af í fjandsömu og stjórnlausu umhverfi og verða þau að sækjast eftir slíku valdi af sjálfdáðum. Kerfið leitast hins vegar alltaf að valdajafnvægi svo að eitt ríki eða ríkjabandalög nái ekki völdum yfir öðrum ríkjum. Raunhyggjan telur valdabaráttu vera ástæðu þess að ríki deili og segir að efnahagsleg tengsl dragi ekki úr líkum á stríði. Raunhyggjan telur valdajafnvægi ekki endilega leiða til friðs, heldur stöðugleika. [2]

Klassísk raunhyggja

breyta

Klassísk raunhyggja byggir á skrifum Þúkýdídesar. Þúkýdídes hélt því fram að valdabarátta ríkja skapaðist vegna líffræðilegrar hegðunar mannsins.[heimild vantar] Valdabarátta sé mönnum eðlislæg og þeir sækjast eftir því að tilheyra samfélaginu og lifa af.[heimild vantar] Það að keppast um völd er líffræðilegt og þetta mannlega eðlið yfirfærðist á stjórnmálin. Raunhyggjan varð ríkjandi í fræðunum eftir seinni heimsstyrjöldina og má rekja vinsældir hennar til fræðimansins Hans Morgenthau. [3]

Helstu fræðimenn:

 • Þúkýdídes: var grískur sagnfræðingur sem skrifaði History of the Peloponnesian War og þekktur sem einn af upphafsmönnum raunhyggjunnar og höfundur realpolitik. Skrifaði verk sín 430-406 f.Kr. [4]
 • Niccolò Machiavelli, var ítalskur stjórnmálaheimspekingur sem skrifaði Il Principe (The Prince) árið 1532 og hélt því fram að helsti tilgangur prinsins þ.e. stjórnmálamanna væri að næla sér í völd.[5]
 • Hans Morgenthau var sagnfræðingur og skrfiaði 'Politics among Nations' árið 1948. Hann sagði stjórnmál ráðast af lögum sem væru öll byggð á mennlegu eðli. Hann taldi einnig stjórnmál snúast um hagsmuni ríkjanna þegar kemur að valdabaráttu. Hann skilgreingdi vald ríkja út frá landsvæði, herafla, íbúafjölda, auðlindum og fjárhag. [6]

Formgerðarraunhyggja

breyta

Formgerðar raunhyggja telur ástæður fyrir valdabaráttu ekki vera mannlegt eðli heldur byggi valdabarátta á formgerð kerfisins. Stjórnleysi kerfisins ýtir undir ótta og óöryggi sem leiði til valdabaráttu og valddreifngu. Valddreifing og valdajafvægi þarf því að hafa í huga þegar stríð og friður eru skilgreind á milli ríkja. Forgerðar raunhyggja lítur ekki inn á við í ríkin heldur horfir á árekstra mill ríkja.[7] Formgerðar raunhyggja skiptist í tvo hópa. Annars vegar þá sem trúa á varnarraunhyggju og hins vegar sóknarraunhyggju.[8]

Varnarraunhyggja telur að alþjóðakerfið væri stöðugast þar sem tvö ríki eru með mestu völdin, tvípólakerfi. Færa má rök fyrir því að á tímum kalda stríðsins hafi verið tvípólakerfi Bandaríkjanna og Rússlands. Varnarraunhyggjan tekur einnig að ríki sækist aðalega eftir öryggi og er nær frjálslyndisstefnunni en sóknarraunhyggjan. [9]

Sóknarraunhyggja telur best að eitt ríki leiði kerfið, eða nokkur ríki í oddatölu hafi mestu völdin. Sóknarraunhyggjan telur ríki ekki sækjast eftir öryggi heldur valdi. Auk þess heldur hún því fram að valdabarátta stóru ríkjanna sé óhjákvæmileg. [10]

Helstu fræðimenn:

 • Jean-Jacques Rousseau var franskur heimspekingur sem skrifaði The State of War í kringum 1750. Hann hélt því fram að það væri ekki mannlegt eðli heldur stjórnleysi alþjóðakerfisins sem ylli því að ríki væru óttaslegin, öfundsjúk, tortryggin og óörugg sem leiddi til valdabaráttu. [11]
 • Kenneth Waltz: skrifaði Theory of International Politics árið 1979. Hann lagði áherslu á að stjórnleysi alþjóðakerfisins ýtti undir þá hegðun ríkisins að hugsa um sjálft sig og hámarka öryggi sitt. Hann var varnarraunhyggjumaður og taldi því tvípólakerfi besta kerfið til að hámarka stöðugleika. [12]
 • John Mearsheimer skrifaði The Tragedy of Great Power Politics árið 2001. Skrif hans fjalla um áhrif stjórnleysisins á þá ríkishegðun að hámarka vald ríkisins. Er talsmaður sóknarraunhyggju. [13]

Nýklassísk raunhyggja

breyta

Nýklassísk raunhyggja telur nálgun ruanhyggjunnar ekki nægilega vísindalega. Kenningin krefst betri skilgreininga á valdi og nýtingu á leiðtogarhæfileikum. Kenningin heldur því fram að innanríkismál hafi áhrif á hegðun ríkja á alþjóðavettvangi. [14]

 • Zakaria skrifaði From Wealth to Power árið 1998. Hann hélt því fram að formgerðar raunhyggja útskýrði kerfið ekki nógu vel og lagði áherslu á að bæta við hvernig völdum væri náð og áhrif leiðtoga á hegðun ríkja.[15]

Gagnrýni á raunhyggju

breyta

Helsta gagnrýni á raunhyggju er að hún sá ekki fyrir endalok kalda stríðsins. Auk þess hafa orðnar miklar breytingar á kerfinu. Svæðisbundin samruni er orðin algengari auk þess sem alþjóðastofnanir og óríkistengdir aðilar eru farinir að hafa aukin áhrif á kerfið. Raunhyggja á einnig erfitt með að útskýra milliríkja stríð og íhlutun af mannúðarástæðum. Einnig hefur kenningin verið gagnrýnd fyrir að vera kenning fyrir hina valdamiklu og stóru ríkin. Þannig gangi hún ekki jafn vel fyrir smáríki. [16]

Frálslyndisstefnan er einn helsti keppinautur raunhyggjunnar í fræðunum.[17]

Aðrir fræðimenn

breyta

Þrátt fyrir að raunhyggja hafi náð mestu vinsældum eftir seinni heimsstyrjöldina hafa fræðimenn fyrri tíma skrifa í samræmi við kenningar raunhyggjunnar. [18][19]

Tilvísanir

breyta
 1. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 2. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 3. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 4. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 5. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 6. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 7. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 8. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 9. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 10. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 11. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 12. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 13. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 14. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 15. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 16. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 17. Dunne, Tim og Brian C. Schmidt. „Realism.“ Í The Globalization of World Politics: An Introduction to International Relations. 5. útg. Ritstjórar John Baylis, Steve Smith og Patricia Owens, 99-112. New York: Oxford University Press, 2011.
 18. see also Doyle, Michael. Ways of War and Peace: Realism, Liberalism, and Socialism (Paperback). 1997. London: W. W. Norton & Company, esp. pp. 41–204

Heimildir

breyta
 • Ashley, Richard K. "Political Realism and the Human Interests," International Studies Quarterly (1981) 25: 204-36.
 • Barkin, J. Samuel Realist Constructivism: Rethinking International Relations Theory (Cambridge University Press; 2010) 202 pages. Examines areas of both tension and overlap between the two approaches to IR theory.
 • Bell, Duncan, ed. Political Thought and International Relations: Variations on a Realist Theme. Oxford: Oxford University Press, 2008.
 • Booth, Ken. 1991. "Security in anarchy: Utopian realism in theory and practice", International Affairs 67(3), pp. 527–545
 • Crawford; Robert M. A. Idealism and Realism in International Relations: Beyond the Discipline (2000) online edition[óvirkur tengill]
 • Donnelly; Jack. Realism and International Relations (2000) online edition Geymt 23 september 2009 í Wayback Machine
 • Gilpin, Robert G. "The richness of the tradition of political realism," International Organization (1984), 38:287-304
 • Griffiths; Martin. Realism, Idealism, and International Politics: A Reinterpretation (1992) online edition[óvirkur tengill]
 • Guilhot Nicolas, ed. The Invention of International Relations Theory: Realism, the Rockefeller Foundation, and the 1954 Conference on Theory (2011)
 • Keohane, Robert O., ed. Neorealism and its Critics (1986)
 • Lebow, Richard Ned. The Tragic Vision of Politics: Ethics, Interests and Orders. Cambridge: Cambridge University Press, 2003.
 • Mearsheimer, John J., "The Tragedy of Great Power Politics." New York: W.W. Norton & Company, 2001. [Seminal text on Offensive Neorealism]
 • Meyer, Donald. The Protestant Search for Political Realism, 1919-1941 (1988) online edition[óvirkur tengill]
 • Molloy, Sean. The Hidden History of Realism: A Genealogy of Power Politics. New York: Palgrave, 2006.
 • Morgenthau, Hans. "Scientific Man versus Power Politics" (1946) Chicago, IL: University of Chicago Press.
  • "Politics Among Nations: The Struggle for Power and Peace" (1948) New York NY: Alfred A. Knopf.
  • "In Defense of the National Interest" (1951) New York, NY: Alfred A. Knopf.
  • "The Purpose of American Politics" (1960) New York, NY: Alfred A. Knopf.
 • Murray, A. J. H., Reconstructing Realism: Between Power Politics and Cosmopolitan Ethics. Edinburgh: Keele University Press, 1997.
 • Osborn, Ronald, "Noam Chomsky and the Realist Tradition," Review of International Studies, Vol.35, No.2, 2009.
 • Rosenthal, Joel H. Righteous Realists: Political Realism, Responsible Power, and American Culture in the Nuclear Age. (1991). 191 pp. Compares Reinhold Niebuhr, Hans J. Morgenthau, Walter Lippmann, George F. Kennan, and Dean Acheson
 • Scheuerman, William E. 2010. "The (classical) Realist vision of global reform." International Theory 2(2): pp. 246–282.
 • Schuett, Robert. Political Realism, Freud, and Human Nature in International Relations. New York: Palgrave, 2010.
 • Smith, Michael Joseph. Realist Thought from Weber to Kissinger (1986)
 • Tjalve, Vibeke S. Realist Strategies of Republican Peace: Niebuhr, Morgenthau, and the Politics of Patriotic Dissent. New York: Palgrave, 2008.
 • Williams, Michael C. The Realist Tradition and the Limits of International Relations. Cambridge: Cambridge University Press, 2005.

Tenglar

breyta