Gerlar

(Endurbeint frá Raungerlar)

Gerlar eða bakteríur (fræðiheiti: Bacteria) eru stór og mikilvægur hópur dreifkjörnunga. Þeir eru yfirleitt flokkaðir sem sérstakt ríki aðgreint frá ríkjum forngerla og fjórum ríkjum heilkjörnunga eða sem sérstakt yfirríki eða lén. Þar til á 9. áratug 20. aldar voru gerlar og forngerlar flokkaðir saman í ríkið Monera en á grundvelli erfðafræðirannsókna eru þessir tveir hópar nú aðgreindir í tvö ríki.

Gerlar
Escherichia coli stækkaðar 25.000 sinnum
Escherichia coli stækkaðar 25.000 sinnum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylkingar

Gerlar eru algengustu lífverur sem til eru og finnast nánast alls staðar í náttúrunni, í jarðvegi, vatni og lofti, auk þess sem þeir lifa í sambýli við aðrar lífverur og eru í mörgum tilfellum nauðsynlegir líkamsstarfssemi lífveranna. Nokkrir gerlar valda þó sýkingum og teljast því sýklar, en sýklalyf eru notuð til að vinna á þeim.

Formgerð

breyta
 
Ýmsar formgerðir finnast meðal gerla.

Dæmigerð gerilfruma er um 0,5 til 1,0 µm að þvermáli og um 0,5 til 5,0 µm að lengd. Til samanburðar eru háræðar vanalega 5-10 µm að þvermáli. Einstaka tegundir baktería geta þó vikið töluvert frá þessu stærðarbili. Þannig verða til dæmis Thiomargarita namibiensis og Epulopiscium fishelsoni allt að hálfur millimetri (500 µm) að lengd og eru því sýnilegir berum augum.[7] Smæstu gerlarnir eru um 0,2 míkrómetrar að þvermáli.[8]

Algengustu formgerðir gerla eru annars vegar kúlulögun, en hana hafa svokallaðir kúlugerlar eða kokkar (dregið af gríska orðinu κόκκος sem þýðir korn), og hins vegar ílöng gerð, en hana hafa svokallaðir stafgerlar eða bacillusar (dregið af latneska orðinu baculus sem þýðir stafur eða prik).

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 T. Cavalier-Smith (2002) The neomuran origin of archaebacteria, the negibacterial root of the universal tree and bacterial megaclassification. Int. J. Syst. Evol. Microbiol. 52, 7-76.
  2. A. L. Reysenbach (2001) Phylum BI. Aquificae phy. nov. Í: D. R. Boone, R. W. Castenholz og G. M. Garrity (ritstj.): Bergey's Manual of Systematic Bacteriology, 2. útg., 1. bindi (The Archaea and the deeply branching and phototrophic Bacteria), Springer-Verlag, New York, 2001, bls. 359-367.
  3. K. Mori, K. Yamaguchi, Y. Sakiyama, T. Urabe og K. Suzuki (2009) Caldisericum exile gen. nov., sp. nov., an anaerobic, thermophilic, filamentous bacterium of a novel bacterial phylum, Caldiserica phyl. nov., originally called the candidate phylum OP5, and description of Caldisericaceae fam. nov., Caldisericales ord. nov. and Caldisericia classis nov. Int. J. Syst. Evol. Microbiol. 59, 2894-2898.
  4. 4,0 4,1 4,2 G. M. Garrity og J. G. Holt (2001) Phylum BVI. Chloroflexi phy. nov. Í: D. R. Boone, R. W. Castenholz og G. M. Garrity (ritstj.): Bergey's Manual of Systematic Bacteriology, 2. útg., 1. bindi (The Archaea and the deeply branching and phototrophic Bacteria), Springer-Verlag, New York, 2001, bls. 427-446.
  5. N. E. Gibbons og R. G. E. Murray (1978) Proposals concerning the higher taxa of bacteria. Int. J. Syst. Bacteriol. 28, 1-6.
  6. H. Zhang, Y. Sekiguchi, S. Hanada, P. Hugenholtz, H. Kim, Y. Kamagata og K. Nakamura (2003) Gemmatimonas aurantiaca gen. nov., sp. nov., a Gram-negative, aerobic, polyphosphate-accumulating micro-organism, the first cultured representative of the new bacterial phylum Gemmatimonadetes phyl. nov. Int. J. Syst. Evol. Microbiol. 53, 1155-1163.
  7. H. Schulz og B. Jorgensen (2001) Big bacteria. Annu. Rev. Microbiol. 55: 105–137 pdf Geymt 23 nóvember 2021 í Wayback Machine
  8. B. Velimirov (2001) Nanobacteria, Ultramicrobacteria and Starvation Forms: A Search for the Smallest Metabolizing Bacterium. Microbes and Environments 16: 67–77. pdf Geymt 13 janúar 2009 í Wayback Machine.