Ragnar Lárusson (8. maí 190711. júní 1971) var íslenskur stjórnmálamaður, embættismaður Reykjavíkurborgar og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf breyta

Ragnar vann hjá Reykjavíkurbæ nær alla sína starfsævi. Fyrst sem framfærslufulltrúi bæjarins og síðar sem forstöðumaður ráðningarskrifstofu borgarinnar til dauðadags.

Hann var í forystusveit Sjálfstæðisflokksins um langt skeið, m.a. sem formaður Varðar 1946-52. Ragnar var frambjóðandi Sjálfstæðismanna í Strandasýslu þrennar kosningar í röð: 1953, 1956 og 1959, en tapaði í öll skiptin fyrir Hermanni Jónassyni.

Íþróttamál breyta

Ragnar var kjörinn formaður Fram árið 1939 og gegndi því embætti til 1942. Hann varð síðar fulltrúi Framara á vettvangi Knattspyrnusambands Íslands og sat í stjórn þess í tvo áratugi.


Fyrirrennari:
Jón Magnússon
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19391942)
Eftirmaður:
Ólafur Halldórsson