Ragnar Jónsson (1904-1984) betur þekktur sem Ragnar í Smára var íslenskur atvinnurekandi og menningarfrömuður. Ragnar rak Smjörlíkisgerðina Smára og var ásamt því áhrifamikill maður í menningarlífi Íslendinga á 20. öld. Hann stofnaði bókaútgáfuna Helgafell árið 1942 sem gaf m.a. út verk Halldórs Laxness.

Árið 1961 gaf Ragnar Alþýðusambandi Íslands málverkasafn sitt og lagði þannig grunninn að Listasafni ASÍ. Gjöfin innihélt 120 myndir eftir þekktustu listamenn þjóðarinnar. Í safninu voru m.a. verk eftir Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jóhannes Kjarval og Nínu Tryggvadóttur[1].

Tilvísanir breyta

  1. „Saga Listasafns ASÍ“. Sótt 3. desember 2009.