Rafþéttir
Óvirkur tveggja skauta rafeindaíhlutur sem geymir raforku í rafsviði
Rafþéttir (yfirleitt aðeins þéttir) er íhlutur (rásaeining) sem geymir raforku í rafsviði, sem myndast milli tveggja planleiðara. Þegar rafspenna er sett á þétti safnast rafhleðsla fyrir á leiðarana, jafnmikil en af gagnstæðu formerki á hvorri plötu.
Þéttir | Pólaður þéttir |
Stillan- legur þéttir |
---|---|---|
Þéttar eru notaðir sem orkugeymandi rásaeiningar í rafrásum, en þeir hafa einnig tíðniháða eigninleika og eru mikið notaðir í hliðrænar síur fyrir há- eða lágtíðnimerki. Þéttir myndar launviðnám í rafrás.
Rafrýmd þéttis er mælikvarði á hversu mikla raforku hann getur geymt og er mæld með SI-mælieiningunni farad, táknuð með F.
Heimildir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist þéttum.