Rússíbani

(Endurbeint frá Rússibani)

Rússíbani er leiktæki í skemmtigörðum; vagn eða vagnar sem renna hratt eftir brautum eða lestarteinum með kröppum beygjum og dýfum. Orðið er einnig notað um ýmislegt sem er mjög sveiflukennt eða breytist mjög hratt.

Dragon Khan-rússibaninn í PortAventura í Salou á Spáni.

Talið er að rússíbanar eigi rætur að rekja til „rússneskra fjalla“, klakahæða sem útbúnar voru á vetrum umhverfis Sankti Pétursborg þar sem hægt var að renna sér niður brattar brekkur á miklum hraða. Umdeilt er hvort fyrsti eiginlegi rússíbaninn var reistur í Oranienbaum-görðunum í Sankti Pétursborg árið 1784 eða hvort það hafi frekar verið Rússnesku fjöllin í Belleville, rússíbani sem byggður var í París árið 1812. Á mörgum tungumálum bera rússíbanar enn heiti sem þýðir rússnesk fjöll. Íslenska heitið er aftur á móti tökuorð úr dönsku, rutschebane, og er komið úr þýsku, Rutchbahn, sem þýðir rennibraut.

Rússíbanar eru afar misjafnir að gerð, allt frá litlum fjölskyldutækjum sem hvorki fara mjög hratt né bratt, til mikilla mannvirkja þar sem mikill hraði er á vagninum, brautin fer mjög bratt í um eða yfir 100 metra hæð og stundum í heila hringi þannig að farþegar snúa höfðinu snöggvast niður. Hæsti rússíbani í heimi er nú Kingda Ka-rússíbaninn i Six Flags Great Adventure-skemmtigarðinum í New Jersey í Bandaríkjunum, sem er 139 m hár.

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Roller coaster“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. janúar 2012.
  • „Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið rússíbani komið og hvað merkir það eiginlega?". Vísindavefurinn, skoðað 17.1.2012“.