Rúnar Alex Rúnarsson

Rúnar Alex Rúnarsson (fæddur 18. febrúar, 1995) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar sem markvörður fyrir belgíska liðið OH Leuven á láni frá enska liðinu Arsenal. Einnig spilar hann fyrir Íslenska landsliðið. Þar áður spilaði hann fyrir FC Nordsjælland í Danmörku og KR. Rúnar var valinn í hópinn fyrir HM í Rússlandi árið 2018. Faðir hans, Rúnar Kristinsson er þjálfari KR og hefur flesta landsleiki að baki fyrir liðið. Rúnar hóf frumraun sína með Arsenal 29. október gegn írska liðinu Dundalk í Evrópudeildinni og hélt hreinu. Hann spilaði sinn fyrsta leik í febrúar 2021 í Premier League þegar hann kom inn á fyrir Bernd Leno sem fékk rautt spjald á 72. mínútu.

Rúnar Alex Rúnarsson
RC Lens - Dijon FCO (30-05-2019) 16.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Rúnar Alex Rúnarsson
Fæðingardagur 18. febrúar 1995 (1995-02-18) (27 ára)
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 188 cm
Leikstaða markmaður
Núverandi lið
Núverandi lið OH Leuven
Yngriflokkaferill
2012-2015 KR, Nordsjælland
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2012-2013
2015-2018
2018-2020
2020-
2021-
KR
Nordsjælland
Dijon FCO
Arsenal
→OH Leuven (lán)
3 (0)
60 (0)
(36) (0)
1 (0)
6 (0)   
Landsliðsferill2
2011-2012
2012-2014
2013-2016
2017-
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
3 (0)
11 (0)
17 (0)
7 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært des. 2021.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
sept 2020.

Rúnar er fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í efstu 5 deildum í Evrópu.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist