Rúandíska
Rúandíska (Ikinyarwanda) er bantúmál talað af 15 milljónum í Rúanda, Búrúndí, Kongó, Úganda og Tansaníu. Það er ritað með latínuletri og er stærsta bantúmálið. Í nafnhætti hefjast allar sagnir á gu, ku eða kw þegar eftir kemur sérhljóði. Nafnháttsforskeytið er síðan fjarlægt og annað sett í staðinn í öðrum háttum.