Ródín

Frumefni með efnatáknið Rh og sætistöluna 45

Ródín er frumefni með efnatáknið Rh og sætistöluna 45 í lotukerfinu. Þetta er sjaldgæfur silfurhvítur, harður hliðarmálmur í platínuflokknum, finnst í platínugrýti og er notaður málmblendi með platínu og sem hvati.

  Kóbolt  
Rúþen Ródín Palladín
  Iridín  
Efnatákn Rh
Sætistala 45
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 12410,0 kg/
Harka 6,0
Atómmassi 102,90550(2) g/mól
Bræðslumark 2237,0 K
Suðumark 3968,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Almenn einkenni

breyta

Ródín er harður, silfurhvítur og endingargóður málmur með háan endurvarpsstuðul. Ef það er smám saman kælt niður úr glóandi heitu ástandi, breytist það í snertingu við súrefni í seskíoxíð, sem breytist svo við hækkandi hitastig aftur yfir í málminn. Ródín hefur bæði hærra bræðslumark og lægri eðlismassa en platína. Það er ónæmt gagnvart öllum sýrum nema kóngavatni, sem leysir það upp.

Notkun

breyta

Aðalnot þessa frumefnis er sem málmblendisefni til að herða platínu og palladín. Þessar málmblöndur eru notaðar í bræðsluofnavöf, fóðringar í glertrefjaframleiðslu, snertispennunema, rafskaut fyrir kerti í flugvélar og í deiglur fyrir rannsóknastofur. Önnur not;