Postulínskórall
Postulínskórall (fræðiheiti: Lophelia pertusa) er tegund kóraldýra sem myndar kóralrif í köldum sjó Atlantshafs, Karíbahafs og Alboranhafs. Postulínskóralrif eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda dýrategunda. Postulínskórall á hins vegar undir högg að sækja vegna þess hversu hægt hann vex, vegna skemmda af veiðarfærum og vegna olíuleitar og olíuvinnslu.
Postulínskórall | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Postulínskórall lifir á hafsvæðum við Ísland.[1]
Vöstur og útlit
breytaPostulínskórall myndar hægvaxta kóralrif sem vex um 1 millimetra á ári. Geislakolefnisgreining á kóralrifi utan við Norður-Karólínu bendir til þess að rif geti orðið 40.000 ára gömul og að stakar kóralgreinar geti lifað í 1.000 ár. Stærsta postulínskóralrif sem þekkt er vex utan við Lofoten í Noregi. Það er um 3 km × 35 km og vex á um 300-400 metra dýpi.
Vistfræði
breytaPostulínskóralrif eru búsvæða ýmissa tegunda djúpsjávarfiska. Hafáll (Conger), hákarlar og ýmsir aðrir hópar fiska (t.d. enska: groupers and hake). Hryggleysingjar sem sækja í postulínskóralrif eru meðal annars slöngustjörnur, lindýr, marflær og krabbar. Ofan við postulínskóralrif eru sumir djúpsjávarfiskar, til dæmis silfurfiskar (Argyropelecus) og laxsíld (enska: lanternfish). sérlega algengir sem bendir til þess að þeir tengist fæðuvef kóralrifjanna.
Myndir
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Friðun viðkvæmra hafsvæða við Ísland. Niðurstöður og tillögur nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði í október 2004. 60 bls.