Austin Richard Post (f. 4. júlí 1995), þekktur undir nafninu Post Malone, er bandarískur rappari, söngvari, lagahöfundur, upptökustjóri, og leikari. Malone hóf tónlistarferilinn sinn árið 2011. Fyrsta smáskífan hans, „White Iverson“, var gefin út árið 2015 og komst hún í 14. sæti á bandaríska Billboard Hot 100 vinsældalistanum. Hann skrifaði undir hjá Republic Records og gaf út fyrstu breiðskífuna sína, Stoney, árið 2016.

Post Malone
Malone árið 2021
Fæddur
Austin Richard Post

4. júlí 1995 (1995-07-04) (29 ára) [1]
Störf
  • Rappari
  • söngvari
  • lagahöfundur
  • upptökustjóri
  • leikari
Ár virkur2011–í dag
Börn1
Tónlistarferill
UppruniLos Angeles, Kalifornía, BNA
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
Útgefandi
Áður meðlimur íLove In Colors
Vefsíðapostmalone.com
Undirskrift

Malone hefur selt yfir 80 milljón plötur á heimsvísu. Hann hefur unnið Billboard Music-verðlaun, American Music-verðlaun, MTV Video Music-verðlaun, og hlotið tilnefningar til Grammy-verðlauna.

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
  • Stoney (2016)
  • Beerbongs & Bentleys (2018)
  • Hollywood's Bleeding (2019)
  • Twelve Carat Toothache (2022)
  • Austin (2023)

Tilvísanir

breyta
  1. Herbert, Geoff (20. október 2017). „Rapper Post Malone's father talks Syracuse roots, musical influences—and haters“. syracuse.com. Afrit af uppruna á 2. apríl 2019. Sótt 1. apríl 2019.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.