Plastmengun
Plastmengun er mengun sem stafar af uppsöfnun plasts í umhverfinu sem hefur neikvæð áhrif á dýralíf, búsvæði lífvera og manninn. Plastmengun stafar af því að notkun plasts fer ört vaxandi þar sem það er bæði endingargott, létt og ódýrt efni sem nýtist betur en náttúruleg efni í alls kyns samhengi. Ókosturinn við plastnotkun felst einkum í því hvað plast endist vel. Plastrusl safnast því upp bæði á landi og í sjó og vötnum.[1]
Dýr verða fyrir margvíslegum skaða vegna plastmengunar. Þau geta flækst í því, étið það í misgripum (oft óvitandi í formi örplasts) og fengið í sig skaðleg efni sem plastið geymir.[2] Mannfólk verður líka fyrir skaða af völdum plasttegunda sem valda truflunum á hormónabúskap líkamans.[3] Í Bretlandi er áætlað að 5 milljón tonn af plasti séu keypt árlega og að aðeins 24% af því skili sér til endurvinnslu (2021).[4] Þar með má gera ráð fyrir að um 3,8 milljónir tonna af plasti endi á ruslahaugum. Í mörgum löndum er reynt að draga úr notkun plasts og hvetja til endurvinnslu þess til að draga úr plastmengun.
Tilvísanir
breyta- ↑ Olofre (24. september 2021). „Plastmengun ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar“. RÚV. Sótt 28. janúar 2022.
- ↑ „Plast, dýr og menn“. nordeniskolen.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. janúar 2022. Sótt 28. janúar 2022.
- ↑ North, Emily J.; Halden, Rolf U. (1. janúar 2013). „Plastics and environmental health: the road ahead“. Reviews on Environmental Health. 28 (1): 1–8. doi:10.1515/reveh-2012-0030. PMC 3791860. PMID 23337043.
- ↑ „Where does recycling and rubbish from the UK go?“. BBC News (bresk enska). 25. október 2021. Sótt 28. janúar 2022.