Örplast
smáar plastagnir
Örplast á við plastagnir sem eru minni en 5 mm að þvermáli.[1] Örplast skiptist í tvo flokka: framleitt örplast annars vegar og afleitt örplast hins vegar. Framleitt örplast er plast sem framleitt er í smáum ögnum og er helst að finna í snyrtivörum á borð við tannkrem og áburð. Afleitt örplast á uppruna í öðrum vörum svo sem fatnaði, eða stærri plasteiningum sem brotnað hafa niður.
Örplast getur komist inn í fæðukeðjuna í gegnum sjávardýr sem éta agnirnar óvitandi. Vegna slæmra áhrifa plastagnanna á umhverfið hefur örplast verið bannað í nokkrum löndum, þ.a.m. Bandaríkjunum (eftir 1. júlí 2017), Bretlandi (eftir árslok 2017) og Kanada. Uppi eru áform um að banna örplast í snyrtivörum á Norðurlöndunum.[2]
Heimildir
breyta- ↑ „Örplast í hafinu“. Norden i skolen. Sótt 3. maí 2017.
- ↑ „Vilja banna örplast í snyrtivörum“, RÚV.