Pinus latteri er furutegund ættuð frá Meginlandi suðaustur Asíu. Hún vex í fjöllum suðaustur Búrma, norður Taílands, Laos, Kambódíu, Víetnam og á kínversku eynni Hainan.

Pinus latteri
Pinus latteri, Aungban, Shan State, eastern Burma, 20°39'40"N 96°35'16"E, 1400 m
Pinus latteri, Aungban, Shan State, eastern Burma, 20°39'40"N 96°35'16"E, 1400 m
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
sect. Pinus
subsection Pinus
Tegund:
P. latteri

Tvínefni
Pinus latteri
Mason[2]
Samheiti

Pinus tonkinensis A. Chev.
Pinus merkusii var. tonkinensis (A. Chev.) Gaussen ex N.-S. Bui
Pinus merkusii var. latteri (Mason) Silba
Pinus merkusii subsp. latteri (Mason) D.Z. Li
Pinus merkusiana Cooling & Gaussen
Pinus ikedae Yamam.

Hún vex yfirleitt til fjalla, milli 4.00–1.000 m, en finnst stundum niður að 100 m og upp til 1.200 m.

Lýsing breyta

Pinus latteri er meðalstórt til stórt tré, að 25–45 m hátt og bol að 1.5 m í þvermál. Börkurinn er gulrauður, þykkur og með djúpum sprungum neðst á stofni, og þunnur og flagnandi ofar. Barrnálarnar eru í pörum, 15–27 sm langar og um 1,5 mm þykkar, græn til gulgræn. Könglarnir eru mjókeilulaga, 6–14 sm langir og 4 sm breiðir neðst óopnaðir, grænir í fyrstu, við þroska gljáandi rauðbrúnir. Þegar þeir opnast verða þeir 6–8 sm breiðer, oft nokkru eftir þroska eða eftir hitun í skógareldum, til að losa fræin. Fræin eru 7–8 mm löng, með 20–25 mm væng, og er dreift með vindi.[3]

Flokkun breyta

Pinus latteri, er náskyld Pinus merkusii, sem vex sunnar í suðaustur Asíu, í Súmötru og Filippseyjum; sumir grasafræðingar telja þær reyndar sömu tegundina (undir nafninu P. merkusii, sem var lýst fyrst), en hún er frábrugðin með styttri og mjórri barrnálum (15–20 sm löng og 1 mm breið), minni könglar með minni köngulskeljum, könglarnir opnast við þroska, og fræin helmingi léttari. [4]

Tilvísanir breyta

  1. Thomas, P. (2013). Pinus latteri. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T34190A2850102. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T34190A2850102.en. Sótt 15. desember 2017.
  2. Journal of the Asiatic Society of Bengal 18(1): 74. 1849
  3. Pinus latteri Geymt 29 júlí 2020 í Wayback Machine Flora of China
  4. Pinus merkusii Flora Malesiana
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.