Pinus bhutanica er furutegund sem vex í Bútan og nærliggjandi svæðum í norðaustur Indlandi (Arunachal Pradesh) og suðvestur Kína (Yunnan og Tíbet).[1] Ásamt hinni skyldu Pinus wallichiana mynda þær skóg á lálægum stöðum. Þessi fura nær 25 metra hæð.

Pinus bhutanica
Vákur (Buteo burmanicus) á Pinus bhutanica
Vákur (Buteo burmanicus) á Pinus bhutanica
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
subsection Strobus
Tegund:
P. bhutanica

Tvínefni
Pinus bhutanica
Grierson, Long & Page
Samheiti

Pinus wallichiana subsp. bhutanica (Grierson & et al.) Businský
Pinus bhutanica var. ludlowii Silba

Barrnálarnar eru fimm saman í búnti, að 25 sm langar. Könglarnir eru 12–20 sm langir, með þunnum köngulskeljum; fræin eru 5–6 mm löng, með 20–25 mm væng. Hún er frábrugðin P. wallichiana með miklu lengri, mjög hangandi nálum, og könglarnir nokkuð minni og rauðbrúnir, frekar en daufgulir, við þroska. Hún er einnig aðlöguð hlýrra og rakara loftslagi lægra til fjalla, með kröftugu sumarmonsún. Þrátt fyrir að þær séu skyldar og að minnsta kosti stundum vaxi á sömu stöðum, hafa hvorki blendingar eða millistig fundist af þeim.

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Zhang, D; Katsuki, T. & Rushforth, K. (2013). Pinus bhutanica. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42555A2987778. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42555A2987778.en. Sótt 9. janúar 2018.

Viðbótarlesning breyta

  • Grierson, A. J. C., D. G. Long, and C. N. Page. "Notes relating to the flora of Bhutan:(III). Pinus bhutanica: a new 5-needle pine from Bhutan and India." Notes from the Royal Botanic Garden, Edinburgh 38.2 (1980): 297-310.
   Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.