Peterborough
Peterborough (borið fram [/ˈpiːtɚbərə/] eða [/ˈpiːtɚbʌroʊ/]) er borg og þéttbýli í Austur-Englandi. Árið 2017 voru íbúar um það bil 199.000 manns. Borgin er í sögulegu sýslunni Cambridgeshire. Miðpunktur borgarinnar, ráðhúsið, liggur 121 km fyrir norðan Charing Cross í London. Áin Nene rennur gegnum borgina og þaðan til sjávar í Norðursjóinn um 48 km til norðausturs. Járnbraut tengir Peterborough öðrum stöðum í Austur-Englandi.
Landsvæði
breytaPeterborough liggur á sléttu landssvæði og nokkrir punktar í borginni eru fyrir neðan sjávarmálið. Svæðið sem heitir „the Fens“ á ensku liggur austurlega. Peterborough liggur að Northamptonshire og Rutland í vestri, Lincolnshire í norðri og Cambridgeshire í suðri og austri.
Söguágrip
breytaMannabyggð á svæðinu hófst fyrir löngu, áður en bronsöldin hófst. Það eru sönnunargögn til þess sem má sjást á Flag Fen fornleifasvæðinu sem liggur eystra. Á þessu svæði má líka finna rómverskar rústir og fornminjar. Við komu Engilsaxa var klaustur stofnað, sem hét á þessum tíma Medeshamstede. Það heitir Dómkirkjan í Peterborough nú á dögum. Á 19. öld stækkaði íbúatala mikið við byggingu járnbrauta og Peterborough varð iðnaðarmiðstöð. Á þessum tíma var borgin sérstaklega þekkt fyrir framleiðslu múrsteina.
Upp úr seinni heimsstyrjöldinni var stækkun borgarinnar takmarkuð þar til hún varð New Town í sjöunda áratugnum. Íbúum fjölgar aftur og miðborgin er núna í endurreisn. Eins og í öðrum borgum á Bretlandi hefur iðnaðarstörfum fækkað vegna nýrra fjármála- og útdreifingarstarfa.
Íþróttir
breytaKnattspyrnulið borgarinnar er Peterborough United, stofnað 1934.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Peterborough“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt mars 2010.