Persónur í Gossip Girl
Þessi grein inniheldur upplýsingar um persónur í bandaríska unglingadrama-þættinum Gossip Girl. Þáttaröðin er byggð á vinsælum samnefndum bókaflokki eftir Cecily von Ziegesar. Þættirnir á því að kynna Serenu van der Woodsen (Blake Lively) og bestu vinkonu hennar, Blair Waldorf (Leighton Meester), kærasta Blair, Nate (Chace Crawford), besta vin Nate, Chuck (Ed Westwick), og aðra íbúa fína hverfisins í New York. Í Brooklyn búa Dan (Penn Badgley) og Jenny Humphrey (Taylor Momsen) og Vanessa Abrams (Jessica Szohr) og flækjast þau í líf fína fólksins þrátt fyrir að vera ekki hluti af hverfinu þeirra. Aðrar aðalpersónur eru Lily Bass (Kelly Rutherford) móðir Serenu og Rufus Humphrey (Matthew Settle), fyrrverandi rokkstjarna og faðir Dans og Jenny. Hin alræmda Gossip Girl talar yfir þættina (Kristen Bell).
Aðalpersónur
breytaEftirfarandi persónur hafa leitt aðalsöguþráðinn og eru í þeirri röð sem þau birtast í kreditlistanum í hverjum þætti.
Serena van der Woodsen
breytaLeikin af Blake Lively. Serena van der Woodsen er aðalstelpan í fína hverfinu og besta vinkona Blair Waldorf. Í fyrsta þættinum kemur hún heim úr heimavistarskóla í Connecticut en vinir hennar vita ekki af hverju hún kemur til baka, og ekki heldur hvers vegna hún yfirgaf Manhattan ári áður. Serena van der Woodsen er jarðbundin, miðað við aðra íbúa hverfisins, en hún virðist fá ástarsambönd (Dan, Nate) og tækifæri (tískumyndatökur) á silfurfati. Fortíð Serenu sem aðal partýstelpan verður til þess að hún yfirgefur Manhattan vegna dularfullra ástæðna. Endurkoma hennar er enn dularfyllri. Í fyrstu þáttaröðinni deilir hún við hatursfulla Blair og glímir við at vik með Nate og nýtt ástarsamband við Dan. Ástarsamband hennar við Dan þarf fyrst að ganga í gegnum endurkomu bestu vinkonu hans, Vanessu, og Serenu og Vanessu, hvernig Dan tekur hinni eiginlegu Serenu og því formlega samfélagi sem hún býr í. Samband þeirra endar í brúðkaupi móður hennar og Bart Bass vegna fyrrum vinkonu Serenu, Georginu. Í annarri þáttaröðinni reyna Dan og Serena að endurlífga samband sitt en þau þurfa að horfast í augu við það þau geta ldrei verið saman, Dan á í sambandi við aðra stelpu og lendir í hneyksli með kennara og þau komast að því að foreldrar þeirra eiga barn saman. Í þessari þáttaröð tekur mamma Serenu, Lily, Chuck Bass að sér og verður hann stjúpbróðir Serenu. Hún yfirgefur Manhattan yfir sumartímann og snýr aftur í þriðju þáttaröðinni sem stórstjarna. Hún var með Nate en ákvað að hætta með honum. Sernea fór til Parísar með bestu vinkonu sinni, Blair, til að reyna að finna sjálfa sig og ákveða hvort hún vilji vera með Nate eða Dan. Þegar hún kemur til baka eru þeir báðir í föstu sambandi. Serena ákveður að skrá sig í Columbia-háskóla. Á fyrsta árinu sínu í Colubmia þurfti hún að glíma við mikið: samnemanda að nafni Juliet Sharp, sem reynir að eyðileggja líf hennar; falsaða undirskrift móður sinnar, sem sendi enskukennara hennar í þriggja ára fangelsi svo Serena gæti snúið aftur í Constance skólann; yngri bróður hennar, Eric, sem verður aftur þunglyndur; og frænku hennar, Charlie, sem er í rauninni stúlka að nafni Ivy, sem ráðin var af Carol Rhodes til að halda Lily frá raunverulegri dóttur sinni og ná í peninga frá henni á meðan Ivy „Charlie“ féll fyrir Dan en langaði síðan að taka eigið líf eftir að hafa ekki tekið lyfin sín.
Blair Waldorf
breytaLeikin af Leighton Meester. Blair Cornelia Waldorf er drottning félagslífs Manhattan og Constance Billard menntaskólans. Hún er einkabarn og kynnt sem dóttir fráskilinnar móður sem er fatahönnuður og samkynhneigðs föður og hefur hún verið kærasta Nate Archibald til langs tíma, þó að hún hafi fallið fyrir besta vini hans, Chuck Bass. Blair er oft lýst sem hrokafullri, grunnhygginni, gáfaðri og slóttug. Þrátt fyrir að vera stíf og hafa litlar áhyggjur af því sem er í kringum hana, hefur hún „unnið fyrir öllu sem hún hefur fengið“, ólíkt Serenu, og þrátt fyrir að vera snobbuð er hún góð vinkona og lítur alltaf vel eftir þeim sem henni þykir vænt um. Blair þarf að horfast í augu við hrörnandi samband hennar og Nates og nýtt samband við Chuck í fyrstu þáttaröðinni á meðan hún þarf að endurheimta stöðu sína sem „Queen Bee“ eftir valdabaráttu við Jenny Humphrey. Chuck skilur hana eina eftir um sumarið og það gefur henni tíma til að eiga í stuttu sambandi við breskan hefðarmann í annarri þáttaröðinni. Samband hennar við Chuck breytist þegar hann reynir að fá hana aftur og hún reynir að viðurkenna tilfinningar sínar í garð hans en hún verður þreytt á öllu sem tengist menntaskóla þar til umsókn hennar í Yale er stofnað í hættu. Höfnun á inngöngu í Yale breytir lífsáætlun hennar og tekur hún aftur upp samband við Nate í von um að komast aftur á rétta braut en hún áttar sig á því að honum var aðeins ætlað að vera „menntaskólakærastinn“ hennar. Við lok annarrar þáttaraðarinnar hafa Blair og Chuck hafið ástarsamband sem heldur áfram inn í næstu þáttaröð og verður að algjörri ringulreið í lokin. Fjórða þáttaröðin sýnir Blair þar sem hún reynir að taka á tilfinningum sínum í garð Chuck og Dans og vilja hennar til að vera framakona en prinsinni Louis veitir henni þau tækifæri en ást hans þýðir að hún þarf að sleppa takinu af Chuck.
Dan Humphrey
breytaLeikinn af Penn Badgley. Daniel „Dan“ Humphrey er sonur Rufusar Humphrey, rokkstjörnu sem opnaði listagallerí, og Allison Humphrey. Hann er eldri bróðir Jenny Humphrey. Hann hittir Serenu van der Woodsen fyrst í partýi þar sem hún virtist vera sú eina sem talaði við Dan, þegar hún heilsaði honum. Hann verður strax ástfanginn af Serenu og er honum sökkt inn í heim hennar þegar hann fer að ganga í St. Jude's skólann. Dan vill verða rithöfundur og tileinkar fyrsta ljóðið sitt Serenu og verður seinna aðstoðarmaður frægs rithöfundar. Hann dreymdi upphaflega um að fá inngöngu í Dartmouth-háskólann en ákvað síðar að reyna að komast inn í Yale, þar sem þar væri betri ensku-deild. Nýleg sambandsslit hans við Serenu veldur breytingum í samböndum hans við konur en hann ber enn tilfinningar til hennar, sem leiðir til þess að Serena hættir með Aaron og þau endurnýja samband sitt þar til þau komast að því að foreldrar þeirra eiga barn saman. Hann verður síðan þátttakandi í skandal sem inniheldur kennarann Rachel Carr, sem endar að lokum samband þeirra í síðasta sinn. Hann gengur nú í NYU eftir að hafa tapað peningum sínum í peningasvindli sem innihélt Poppy Lifton og nýjan kærasta Serenu, Gabriel Edwards. Samband Rufusar og Lilyar leiðir að lokum til hjónabands og er Dan fljótur að tileinka sér hinn auðuga lífstíl fjölskyldunnar. Dan verður þekktur meðal nýnemanna í NYU — ólíkt Blair sem verður útskúfuð úr félagslífinu — og byrjar Dan með Hollywood leikkonunni Oliviu Burke. Þau hætta saman þegar Olivia sér að Dan og Vanessa bera tilfinningar hvort til annars. Í fjórðu þáttaröðinni byrjar Dan að eyða tíma með Blair og verða þau nánir vinir.
Nate Archibald
breytaLeikin af Chace Crawford. Nathaniel „Nate“ Archibald er fastur á milli Serenu og Blair en hann á rómantíska sögu með þeim báðum. Hann er „gullni-drengurinn“ en hefur þó oft þurft að taka mikilvægar ákvarðanir. Besti vinur hans er Chuck Bass. Eftir að sambandi hans við Blair lýkur á hann í stuttu ástarsabandi við Vanessu Abrams. Þegar faðir hans neyðist til að flýja New York undan Alríkislögreglunni (FBI), byrjar Nate ástarsamband við eldri gifta konu, hertogynjuna Catherine Mason Beaton. Sambandið breytist fljótlega í sáttmála um kynlíf fyrir peninga þegar reikningar Archibald-fjölskyldunnar eru frystir. Frosnu reikningarnir verða til þess að hann flytur tímabundið til Humphrey-fjölskyldunnar. Hann verður hrifinn af Jenny en sú hrifning verður aldrei að ástarsambandi. Í annarri þáttaröðinni lætur hann reyna á samband við Vanessu en þegar Nate kemst aftur í samband við afa sinn, hrörnar sambandið og hann hættir að lokum með Vanessu fyrir Blair. Þau hætta fljótlega saman og hann fer í ferð um Evrópu það sumar. Hann snýr aftur í þriðju þáttaröðinni og á þá í „Rómeó & Júlíu“-sambandi við Bree Buckley en að lokum er hann notaður af Bree til að ná hefndum á Carter Baizen sem endar samband þeirra í brúðkaupi Rufusar og Lilyar. Hann átti einnig í sambandi við Rainu Thorpe í fjórðu þáttaröðinni.
Chuck Bass
breytaLeikinn af Ed Westwick. Charles Bartholomew „Chuck“ Bass er tortrygginn, veraldarvanur, myndarlegur og heillandi. Chuck er ekki hræddur við að lifa lífinu fram á ystu nöf. Hann hefur verið besti vinur Nates síðan í barnæsku en orðspor hans sem kvennamaður gerir þá að algjörum andstæðum. Hann er einkasonur Bart Bass og því er haldið fram að móðir hans sé dáin (dó við barnsburð). Í fyrstu er hann sýndur sem „slæmi strákurinn“ í hópnumm en Chuck sýnir fljótlega á sér betri hlið þegar hann lánar Nate tíu þúsund dali til að ná sér upp úr spilaskuldum, verður ástfanginn af Blair, og er góður stjúpbróðir Serenu og Erics. Hann og Blair verða loksins par við lok fyrstu þáttarðar, en óöryggi Chucks og ótti við að hleypa einhverjum nálægt sér verða til þess að hann skilur Blair eftir á þyrlupalli þegar þau ætla í ferð til Evrópu. Í annarri þáttaröðinni snúast gjörðir Chuck aðallega um að vinna Blair, að átta sig á hver hann er og berjast við djöfla sína, dauða föðurs síns og að berjast við illgjarna frænda sinn, Jack Bass. Lily tekur hann fljótlega að sér og verður hún lögráðamaður hans og stjúpmóðir til að bjarga fyrirtæki föður hans, Bass Industries (B.I.) frá Jack. Við lok annarrar þáttaraðar segir Chuck Blair loksins að hann elski hana og þau kyssast. Þriðja þáttaröðin byrjar á því að Chuck og Blair eru í leikjum til að halda sambandi sínu áhugaverðu og Chuck fer að reyna að koma sér úr skugga föður síns. Hann finnur líffræðilega móður sína en treystir henni ekki strax. Hún er vissulega móðir hans en lýgur og segist ekki vera það eftir að hún svíkur hann með því að vera í samráði við Jack Bass en þau höfða mál gegn Chuck of taka af honum hótelið hans. Chuck gerir samning við Jack um eigendaskipti hótelsins fyrir kynlíf með Blair og platar hana síðan til að vera með í því. Jack segir Blair allt, hún hættir með Chuck þrátt fyrir að hann segi að hún hafi gert það sjálfviljug. Þau sættast um stund við lok þáttaraðarinnar og Chuck er við það að biðja hennar þegar Dan segir frá því að Chuck hafi sofið hjá Jenny. Blair segir honum þá að hún vilji aldrei tala við hann aftur og Chuck fer til Prag og er skotinn þegar hann reynir að verja trúlofunarhringinn. Honum er bjargað af Evu, ungri franskri konu sem nær að halda dökkum persónuleika hans í skefjum, þar til hin öfundsjúka Blair rekur hana frá New York. Chuck leitar hefnda og byrjar að hrella fyrrum ástkonu sína við hvert tækifæri, en það plan leiðir þau saman að lokum. Þau hætta þó saman vegna þess að þeim finnst þau þurfa að þroskast í hvort í sínu lagi og ákveða að bíða eftir hvort öðru en Chuck byrjar með Rainu Thorpe og Blair byrjar með Louis prins. Þegar Chuck fréttir að trúlofun Blair og Louis verður hann bálreiður og brýtur glugga og meiðir auk þess Blair og sýnir þar með sína dökku hlið. Í fimmtu þáttaröðinni gerir hann allt til að reyna að finna til, en ekkert virkar. Að lokum tekst honum þó að breytast til hins betra.
Jenny Humphrey
breytaLeikin af Taylor Momsen í þáttaröðum 1-4. Jennifer Tallulah „Jenny“ Humphrey er kynnt sem nýnemi í Constance Billard. Hún þráir að passa inn hjá þeim vinsælu og er þekkt sem „Queen Bee Wanna-Be“, það er að segja sú sem vill verða vinsælust. Jenny er áhrifagjörn og verður fljótlega peð nokkurra persóna. Hún, ásamt öðrum stelpum, er hrifin af Nate Archiblad. Hún á einnig í mjög góðu sambandi við bróður sinn, Dan, sem kemur sér vel þegar hún þarfnast ósjaldan hjálpar vegna slæmrar dómgreindar. Jenny dreymir um að verða hönnuður og öll vinna hennar borgar sig loks þegar hún fær bréf um að hún sé orðin lærlingur hjá Eleanor Waldorf. Þegar Jenny finnst Eleanor vera að misnota sér hæfileika hennar, tekur hún saman við „slæmu stúlkuna“ og fyrirsætuna Agnes, til að koma á fót sinni eigin línu, J Humphrey Designs, með skelfilegum afleiðingum. Hún snýr aftur í Constance og byrjar hægt og rólega að verða sjálfstæðari og móta sinn persónuleika. Við lok annarrar þáttaraðar er hún krýnd drottning skólans (þ.e. „Queen Bee“). Í þriðju þáttaröðinni byrjar staða hennar sem drottning að grafa undan vináttu hennar og Erics og hennar eigin persónuleika. Hún byrjar því með eiturlyfjasala og reynir að missa meydóminn með honum, en hættir við á síðustu stundu. Við lok þriðju þáttaraðar endar hún á því að missa meydóminn með Chuck. Þá var hún látin flytja til móður sinnar. Í fjórðu þáttaröð snýr Jenny aðeins aftur til Manhattan þegar Blair og Chuck lokka hana þangað. Hún svarar í sömu mynt með því að segja frá sambandi hennar við Chuck. Næsta koma hennar tengist blekkingu þar sem Vanessa og Juliet vilja eyðileggja orðspor Serenu. Þegar planið fer úr böndunum tekur fjölskyldan hennar hana föstum töku eftir að Vanessa segir að Jenny hafi upphaflega verið á bak við allt saman. Hún yfirgefur New York og flytur til Hudson fyrir fullt og allt eftir það. Það kemur fram í fyrsta þætti fimmtu þáttaraðar að Jenny gengur nú í Central Saints Martins háksólann fyrir Listir og Hönnun í London, Englandi.
Vanessa Abrams
breytaLeikin af Jessicu Szohr í þáttaröðum 1-4, þar sem hún var aukapersóna í þáttum 6-11 í 1. þáttaröð og aðalpersóna frá 14. þætti 1. þáttaraðar. Vanessa Marigold Abrams er æskuvinkona Dan Humphrey. Áður en Dan byrjaði ástarsamband með Serenu, voru hún og Dan óaðskiljanleg og þau þróuðu með sér gagnkvæma hrifningu, sem hvarf þegar hún flutti til Vermont. Ári seinna snýr hún aftur til að búa með stóru systur sinni, á sama tíma og Dan reynir að láta sambandið við Serenu ganga. Þrátt fyrir að bera enn tilfinningar til Dan, gerir hún ekkert í málunum þegar hún sér að Dan er raunverulega ástfanginn af Serenu. Seinna byrjar hún samband með Nate Archibald, en þau hætta saman fyrir sumarið, en byrja þó aftur saman við lok þess. Ólíkt öðrum persónum þáttanna var Vanessu kennt heima, enda var hún alin upp af félagslyndum foreldrum sem fyrirlíta nútímasamfélag, og hefur þess vegna tíma til að vinna á kaffihúsi sem bætt var við gallerí Rufusar á meðan hann var í burtu yfir sumarið. Eftir miklar flækjur með Nate, sem innihéldu meðal annars sumarást hans með Catherine Mason og þau vandamál sem fylgdu því, stutt samband hans við Jenny og endurkoma hans í Vanderbilt-fjölskylduna, endar samband þeirra, þegar Nate og Blair byrja aftur saman. Nate bað hana um að sækja um háskóla, og það skilar henni í NYU-háskólann. Við byrjun 3. þáttaraðar byrjar Vanessa samband með Scott Rosson, en hún neyðist til að sleppa honum vegna þeirra afleiðinga sem hann gæti haft á samband Rufusar og Lilyar. Hún byrjar þá „haltu mér-slepptu mér“ samband við Dan. Í 4. þáttaröð er sambandi hennar við Dan komið í hættu þegar hún kemst að því að Dan gæti enn borið tilfinningar til Serenu, og að hann gæti verið faðir barns Georginu. Vanessa álítur sig alltaf vera utangarðs í hinu skammfeilna samfélagi ríka fólksins, verður hún vinkona Juliet Sharp og þær skipuleggja (ásamt Jenny) niðurbrot Serenu. Hún einangrar sig frá Dan vegna vináttu sinnar við Juliet og er hún því gerð útlæg og samfélagi þeirra ríku. Við lok 4. þáttaraðar ákveður hún að yfirgefa Manhattan og skilja allt eftir, þar á meðal Dan, og hefja nýtt líf, sem nemi í Barcelona á Spáni. En áður en hún fer, stelur hún uppkasti að skáldsögu Dans og fer með það til útgefanda sem býður Vanessu peninga fyrir bókina (þar sem nafn Dans kemur ekki fram). Vanessa segir að höfundurinn muni koma fram eftir að bókin sé gefin út en hún biður hins vega útgefandann umað senda henni peningana á nýja heimilisfangið hennar í Barcelona, þar sem hún segist ætla að koma peningunum til Dans.
Ivy Dickens/Charlie Rhodes
breytaIvy Dickens, leikin af Kaylee DeFer, gekk til liðs við þættina í síðari hluta fjórðu þáttaraðar sem aukapersóna og varð aðalpersóna í þeirri fimmtu. Hún kom til New York og þóttist vera frænka Serenu og Erics, Charlotte „Charlie“ Rhodes. Þegar Charlie kemur til Manhattan, verður hún undrandi yfir lífstíl ættingja sinna, sérstaklega frænku sinnar Serenu. Þrátt fyrir mótmæli móður hennar, Carol, ákveður Charlie að lengja dvöl sína á Manhattan. Hún fer að horfa hýru auga til Dan og ákveður að kúga Vanessu svo að honum líki vel við hana. Vandamál kemur upp þegar geðræn vandamál Charlie fara að valda fína fólkinu áhyggjum, svo Charlie ákveður að yfirgefa New York. Í Miami kemur það fra mað Charlie er í rauninni leikkona sem gengur undir nafninu Ivy, sem var ráðin af Carol til að nálgast margra milljarða reikning Charlie, en einnig til að halda henni frá fjölskyldu sinni.
Í fyrsta þætti fimmtu þáttaraðar kemur það í ljós að Ivy hefur flutt til Los Angeles með kærasta sínum, Max. Serena, sem hefur verið í Los Angeles síðan í byrjun sumarsins, hittir Ivy á veitingastaðnum sem hún vinnur á og býður henni í hádegismast. Ivy heldur áfram að leika Charlie á meðan hún er með Serenu. Eftir að Serena býður „Charlie“ með sér til New York, er Ivy efins í fyrstu, en ákveður síðan að fara og fer frá Max. Þegar þær koma til New York hittir hún Carol. Ivy kúgar Carol og segir henni að hún muni ljóstra upp leyndarmáli þeirra, nema hún leyfi henni að vera í New York sem Charlie. Carol samþykkir þetta hikandi og yfirgefur New York.
Á meðan hún dvelur í New York er Ivy uppgötvuð af Diönu Payne, áhrifamikilli fjölmiðlakonu sem á dagblaðið The Spectator en Diana hittir einnig Max sem er í New York að leita að Ivy. Þrátt fyrir að Serenu, CeCe, Lily og Rufusi sé sagður sannleikurinn, ákveður ekkert þeirra að trúa honum. Á meðan dansleikur, sem Lily hélt til að hjálpa „Charlie“ að komast inn í samfélagið í New York, stendur yfir, sendir Ivy ábendingu til Gossip Girl þar sem hún deilir staðsetningu bíls Blair og Chuck sem þau ætluðu að nota til að komast í burtu, til að draga athygli frá sjálfri sér til að komast hjá því að leyndarmál hennar yrði afhjúpað. Þegar Chuck og Blair lenda á spítala eftir bílslys ákveður Ivy að yfirgefa New York.
Einkaspæjari sem Lily ræður til að finna „Charlie“, finnur hina raunverulegu Charlottoe Rhodes sem hefur búið í New York undir dulnefninu Lola sem móðir hennar veit ekki af. Ivy snýr til New York þar sem hún hittir Charlie, en þær voru saman í leiklistartímum í Miami. Hún fer síðan frá New York og getur ekki sagt Lily frá mikilvægu leyndarmáli. Ivy er tímabundið hjá CeCe sem er mikið veik og er þess vegna á hjúkrunarheimili í Hamptons-hverfinu. Þegar CeCe er lögð inn á spítala vakna upp grunsemdir hjá Lolu, hvers vegna Ivy notar nafnið hennar, og leiðir það til þess að stóra leyndarmál Ivy og Carol er upplýst. Ivy er síðan hent út úr fjölskyldunni af Serenu og dauði CeCe fylgir í kjölfarið.
Við upplestur erfðaskrárinnar kemur það í ljós að allar eignir CeCe renna til Ivy, Lily og Carol til mikillar reiði. Þetta gefur til kynna að CeCe hafi vitað af leyndarmáli Ivy áður en hún dó. Ivy hendir þá Rufus og Lily út úr íbúðinni sem hún erfði og gerir það að takmarki sínu að vera samþykkt í Efri-Austurhluta Manhattan.
Lily Humphrey
breytaLeikin af Kelly Rutherford. Lillian „Lily“ Celia Humhprey (áður Rhodes, Van der Woodsen og Bass) er (fjöl)fráskilin, fyrrum ballerína úr yfirstétt og móðir Serenu og Eric van der Woodsen, líffræðileg moðir Scott Rosson, fósturmóðir Chuck Bass og stjúpmóðir Dan og Jenny Humphrey. Lillian á litríka sög sem fyrrum „grúppía“ bands föður Dan og Jennyar, Rufusar, sem hún vill helst ekki viðurkenna. Hún var gift Bart Bass áður en hún giftist Rufusi Humphrey. Áður en hún giftist Bart Bass skildi hún við Dr. William van der Woodsen. Þrátt fyrir stöðugar áhyggur af ímynd sinni og stöðu í samfélaginu er hægt að gera ráð fyrir því að hún hafi lifað jafn undanlátssöm líferni og Serena á sínum villtu árum. Hún og Serena eru mjög líkar og er helst hægt að sjá það þegar hún grætur og er ófær um að taka ákvarðanir, sem sést oft hjá Serenu. Það kemur í ljós að hún var einnig lögð inn á stofnun þegar hún var nítján ára líkt og sonur hennar Eric. Það kom seinna í ljós að það var ekki vegna sjálfsvígstilraunar, heldur vegna þess að hún var ólétt af barni Rufusar. Sonurinn sem hún gaf til ættleiðingar, Scott, kemur til New York til að finna þau. Rufus og Lily sneru aftur til New york og byrjuðu saman. Lily er leikin af Brittany Snow þegar horft er til baka. Hún ættleiðir Chuck Bass í annarri þáttaröðinni eftir dauða Barts. Í síðasta þætti annarrar þáttaraðar trúlofast Rufus og Lily og giftast í fimmta þætti þriðju þáttaraðar. Í fjórðu þáttaröðinni veður Lily „amma“ eftir Georginu og Dan. Dan og Georgina nefna barnið Milo Humphrey. Það kemur seinna í ljós að Dan er ekki líffræðilegur faðir Milo. Það kom einnig í ljós að Lily hafði látið færa Ben Donovan í fangelsi fyrir að hafa átt í „ástarsambandi“ við Serenu, sem var orðrómur í skólanum sem Serena gekk í í Connecticut. Eins og kemur fram í þeim hlutum sem horft er til baka, var faðir hennar tónlistarframleiðandi og hún ólst upp í Montecito, Kaliforníu.
Rufus Humphrey
breytaLeikinn af Matthew Settle. Rufus Humphrey er fyrrum rokkstjarna og hjónaband hans hefur farið í vaskinn. Hann er einnig eigandi listagallerís. Hann er ákveðinn í að gefa börnum sínum tveimur góða menntun og skráir þau í einkaskóla sem verður til þess að hann rekst oftar en einu sinni á fyrrum kærustu sína, Lily van der Woodsen. Hann skilur við eigikonu sína, Allison Humphrey, sem átti í ástarsambandi við mann að nafni Alex. Hann á í erfiðleikum sem einstæður faðir að eiga við börnin sem eru að fullorðnast, sérstaklega hin sterkviljaða Jenny, og leitar oft hjálpar hjá Lily. Þrátt fyrir að hann og Lily reyni að endurvekja samband sitt áður en Lily gifti sig, ákveður hún á endanum að vera vinur Rufusar og giftast Bart Bass. Eftir dauða Barts, hefja þau aftur ástarsamband þegar þau leita að syni sínum. Í síðasta þætti annarrar þáttaraðar trúlofast Rufus og Lily og í giftast í fimmta þætti þriðju þáttaraðar.
Í fjórðu þáttaröðinni trúi Rufus ekki Georginu þegar hún segir að hún og Dan eigi son, Milo Humphrey. Í þættinum „Double Identity“ í fjórðu þáttaröðinni finnur Rufus auðkennisarmband Milos, sem segir að Milo er í öðrum blóðflokki en Dan.
Gossip Girl
breytaRödd hennar er Kristen Bell. „Gossip Girl“ talar yfir þættina og er óséð persóna sem heldur úti bloggsíðu sem er oft heimsótt af unga fólki fína hverfisins og hærir hún oft upp í lífi aðalpersónanna. Nafn hennar og útlit eru óþekkt en henni tekst þó að táldraga lesendurna með orðaleikjum og hneysklandi fréttum sem hún getur skrifað með hjálp ábendinga frá íbúum fína hverfisins. Hún hefur tvisvar sinnum forðast uppgötvun þegar bloggsíðunni hennar var næstum lokað vegna atviksins milli Dan og ungfrú Carr; og þegar Serena reyndi að hitta hana í eigin persónu en mistókst. Hún sýndi persónueinkenni í fjórðu þáttaröðinni, í þættinum „The Townie“ þar sem hún brást við beiðni frá Blair um staðsetningu Juliet með heimilisfangi og skilaboðunum „finndu tíkina“, sem sýndi að hún kann ekki að meta þá sem ógna stöðu hennar og bloggsíðunnar. Í þrettánda þætti fimmtu þáttaraðar kemur í ljós að Georgina Sparks situr fyrir framan tölvuna og skrifar sem Gossip Girl en í eftirfylgjandi þáttum viðurkennir hún fyrir eiginmanni sínum að hin raunverulega Blaðurskjóða hefur yfirgefið vettvanginn.
Aukapersónur
breytaHoward Archibald
breytaLeikinn af Sam Robards í þáttaröðum 1, 2 og 4. Howard „Kapteinninn“ Archibald er faðir Nate Archiblad. Howard er hvítflibba-glæpamaður og fyrrum kókaínfíkill. Hann flýr Manhattan til að komast hjá handtöku, enn háður kókaíni og Nate kýlir föður sinn áður en hann nær að komast inn í glæsivagninn sinn og flýja til Dóminíska lýðveldisins. Í annarri þáttaröðinni, þegar hann sneri aftur til New York, til að taka Nate og móður hans með sér, setur Nate honum valkosti. Annaðhvort færi hann aftur til Dóminíska lýðveldisins og talaði aldrei aftur við fjölskyldu sína eða gæfi sig fram hjá lögreglunni. Howard ákvað að gera þaðrétta og ákvað að fara til lögreglunnar. Í fjórðu þáttaröðinni fær Howard senda skilnaðarpappíra í fangelsið, aðeins nokkrum mánuðum áður en hann losnar. Þegar hann losnar úr fangelsinu fær hann vinnu hjá Russell Thorpe.
Eleanor Waldorf
breytaLeikin af Florenciu Lozano í fyrsta þættinum en Margaret Colin eftir það. Eleanor Waldorf-Rose metnaðarfullur tískuhönnuður og móðir Blair Waldorf. Áratuga langt hjónaband hennar og föður Blair, Harold Waldorf, endaði þegar Harold skildi við hana til að láta reyna á ástarsamband við franska karlkyns-fyrirsætu, Roman. Það er gefið í skyn í gegnum afturlit að Eleanor vissi um tvíkynhneigð Harolds. Fatalína hennar Eleanor Waldorf Designs er seld í verslununum Barney's og Bendel's. Hún keppir einnig við Marc Jacobs og hafði eitt sinn Jenny Humphrey sem nema. Samband hennar og Blair er heldur stirt en Jenny segir Blair að Eleanor elski Blair „á sinn eigin hátt“.
Eric van der Woodsen
breytaLeikinn af Connor Paolo. Eric van der Woodsen er yngri bróðir Serenu og erfingi Van der Woodsen-auðsins en sjálfsvígstilraun hans verður aðalástæða heikomu Serenu. Samkynhneigð hans kemur í ljós í síðari hluta fyrstu þáttaraðar, eftir að kærastinn hans, Asher, þykist eiga í ástarsamband við Jenny Humphrey. Vinskapur hans og Jenny lagast eftir afsakanir og fyrirgefningar í byrjun annarrar þáttaraðar. Þau verða fljótlega bestu vinir í gegnum aðra þáttaröðina. Það slettist þó upp á vinskapinn í þriðju þáttaröðinni eftir að Jenny tekur við hlutverki Queen Bee, en fljótlega reynir Eric að laga sambandið eftir að Serena lendir í slysi. Hann byrjar þá með Jonathan Whitney en samband þeirra fer í vaskinn eftir að Eric leggur of hart að hefna sín á Jenny. Í næstu þáttaröð byrjar hann með strák sem heitir Elliot.
Isabel Coates
breytaLeikin af Nicole Fiscella í þáttaröðum eitt, tvö og fjögur. Isabel Coates er trygg vinkona Blair og er enn vinkona hennar þrátt fyrir dvínandi vinsældir hennar sem Queen Bee. Hún var besta vikona Kati Farkas og átti það til að klæðast sömu fötum og hún. Í fyrstu þáttaröðinni birtust hún og Kati oft í draumórum Blair sem Audrey Hepburn og á einum tímapunkti birtast hún og Kati einnig í draumum Dans. Hún er píanisti. Isabel og Penelope valda nýjum deilum á milli Blair og Serenu þegar drottningartitillinn fer frá Blair til Serenu. Gegnsæi kjóllinn sem hún ætlaði sér að vera í á Snjókornaballinu er notaður til að niðurlægja Vanessu. Isabel, Penelope og Nelly Yuki eru allar viðstaddar þegar þær ákveða að titla Emmu Boardman sem nýju drottninguna en Jenny hreppti titilinn. Bæði Isabel og Penelope neita báðar að láta stelpu frá Brooklyn halda uppi arfleið þeirra en Blair sannfærir þær um það. Isabel, ásamt Kati, sneri aftur við lok fjórðu þáttaraðar á endurfundum Constance.
Kati Farkas
breytaLeikin af Nan Zhang í þáttaröðum eitt, fjögur og fimm. Kati Farkas er trygg vinkona Blair þar til hún missir stöðu sína sem „Queen Bee“. Hún var besta vinkona Isabel Coates og klæddist oft sömu fötum og hún. Í fyrstu þáttaröðinni birtust hún og Isabel oft í Audrey Hepburn draumórum Blair og á einum tímapunkti voru hún og Isabel einnig í draumum Dans. Bróðir Kati á íbúð en þar hélt Blair upp á sautján ára afmælið sitt sem leiddi til þess að Blair og Chuck héldu áfram leynilegu sambandi sínu í fyrstu þáttaröðinni. Foreldrar hennar flytja með hana aftur til Ísrael eftir vorleyfið. Kati sneri aftur með Isabel fyrir endurfundi Constance í lokaþætti fjórð þáttaraðar. Í fimmtu þáttaröðinni snýr Kati aftur til að berjast við fyrrum þernur Blair, Penelope og Jessicu, til að vera brúðarmey Blair.
Bart Bass
breytaLeikinn af Robert John Burke síðan í fyrstu þáttaröð. Bartholomew „Bart“ Bass er milljarðamæringur, faðir Chuck og stofnandi Bass Industries og var giftur Lily van der Woodsen. Fjölskylda hans bjó á New York Palace hótelinu sem hann átti. Hann þénaði peningana sína sjálfur, ólíkt þeim sem búa í fína hverfinu sem hafa fengið þá í arf. Hann var stjórnsamur við fjölskyldu sína, óvæginn í viðskiptum og sýndi Chuck litla væntumþykju og það kemur í ljós að það er vegna þess að sonur hans bar ábyrgð á dauða hans (móðir Chucks dó við fæðinguna). Stundum virðist honum vera umhugað um son sinn og biður hann um að vera svaramaður í brúðkaupinu sínu. Bart hrósaði Chuck í ræðu sinni og sagði að hann væri stoltur af skuldbindni hans við Blair. Í annarri þáttaröðinni, með hjálp frá Dan, reyna hann og Chuck að laga samband sitt en hann deyr skyndilega í bílslysi. Í þriðju þáttaröðinni birtist hann sem draugur þegar ár er liðið síðan hann dó. Í fimmtu þáttaröðinni kemur í ljós að Bart átti í ástarsambandi við Diönu Payne sem endaði á því að hún varð ólétt að Chuck. Þegar verið er að leita að leyndarmáli Diönu kemur í ljós að hann er enn á lífi.
Dorota Kishlovsky
breytaLeikin af Zuzönnu Szadkowski síðan í öðrum þætti. Dorota Kishlovsky er pólks þerna Waldorf-fjölskyldunnar og þykir mjög vænt um Blair. Þrátt fyrir að Blair sé oft leiðinleg við hana sér Blair hana sem móðurímynd. Í vefþáttaröðinni „Chasing Dorota“, kemur í ljós að hún er í rauninni pólsk greifynja og á leyndan eiginmann, Stanislaw. Hún flúði fjölskyldu sína til Bandaríkjanna og fór að vinna hjá Waldorf fjölskyldunni árið 2004. Hún skilur að lokum við eiginmann sinn og trúlofast Vanya, rússneska dyraverðinum í byggingunni sem van der Woodsen-fjölskyldan býr í. Í þættinum „The Treasure of Serena Madre“ kemur í ljós að hún er ólétt að barni Vanya og í þættinum „The Unblairable Lightness of Being“ giftast hún og Vanya. Hún eignast dótturina Anastasiu í lokaþætti seríunnar og hún og Vanya flytja til Queens, inn í íbúð sem Cyrus keypti handa þeim.
Í fyrsta þætti 5. þáttaraðar kemur í ljós að hún er ólétt að öðru barni sínu. Hún kemst einnig að því að Blair er ólétt og er ánægð fyrir hennar hönd en heldur því leyndu. Í fimmtu þáttaröð eignast Dorota soninn Leo.
Carter Baizen
breytaLeikinn af Sebastian Stan í þáttaröðum eitt, tvö og þrjú. Carter Baizen útskrifaðist úr St. Jude's og er óvinur Nate og Chuck. Það er minnst á það að hann hafi snúið baki við foreldrum sínum og missti því fjölskylduauðinn og neyddist til að taka málin í sínar hendur með því að móta sína eigin framtíð, eitthvað sem Nate langar mikið að gera. Nate lítur upp til hans í fyrstu þar til Carter reynir að ná af honum peningum í pókerleik. Hann verður seinna fylgdarsveinn Serenu á kynningarballinu (ball sem er haldið fyrir ungar konur til að kynna þær fyrir samfélaginu) og er kýldur af Nate eftir að Chuck fær Nate til að halda að Carter hafi áhuga á Blair. CeCe hafði hringt í Carter viku fyrir ballið og segir Serenu það sem breytir áliti Serenu á ömmu sinni. Í annarri þáttaröðinni kemur Carter aftur til New York með hinni dularfullu Elle en endar á því að sofa hjá Blair. Hann yfirgefur síðan New York þegar Serena og Chuck taka saman höndum. Í lokaþætti annarrar þáttaraðar snýr Carter aftur til New York til að segja Serenu að hann hafi fundið föður hennar. Í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar kemur í ljós að hann og Serena eyddu sumrinu í Evrópu að leita að föður hennar. Í ljósi þess að Serenu mistókst að ná athygli föður síns segir Carter Serenu að hann beri tilfinningar til hennar og þau kyssast. Samband þeirra endar þegar það kemur í ljós að hann yfirgaf frænku Bree Buckley við altarið og vann sér þannig inn reiði Buckely fjölskyldunnar þegar Bree og frænkur hennar hringja á meðan brúðkaup Rufusar og Lilyar stendur yfir til að fara með Carter til Texas til að vinna í olíuverksmiðju til að borga skuld sína. Serena veðjar á pókerleik til að frelsa Carter og mistekst. Hún tekur þá málin í sínar eigin hendur og fær hann lausan en Carter neitar að taka upp þráðinn í sambandi þeirra og segir að hann hefði heldur viljað að Serena hefði ekki bjargað honum svo hann gæti bætt sig. Carter heldur áfram að ljúga þegar hann segir Serenu frá nákvæmri staðsetningu föður hennar. Serena hverfur með honum sem veldur togstreitu í sambandi hennar við Nate. Serna kemst seinna að því að hann hafði vitað hvar faðir hennar var staðsettur alveg síðan þau byrjuðu saman en hann hafði haldið upplýsingunum frá henni til að komast nær henni. Hún neyðir hann þá út úr limósínunni.
Anne Archibald
breytaLeikin af Francie Swift á þáttaröðum eitt, tvö og fjögur. Anne Archibald (áður van der Bilt) er móðir Nate Archibald. Í fyrstu þáttaröðinni hjálpar hún eiginmanni sínum í viðskiptum hans við Eleanor Waldorf. Hún lofaði eitt sinn Eleanor Waldorf að gefa Blair Cornelius Vanderbilt trúlofunarhringinn sinn svo að Nate og Blair gætu trúlofast en þegar Blair kemst að þeim vandræðum sem Nate á í við föður sinn endar hún sambandið. Í annarri þáttaröðinni eru reikningarnir hennar frystir í kjölfarið á handtöku eiginmanns hennar og húsið þeirra á Manhattan er tekið svo Nate þarf að dvelja um stund hjá Humphrey-fjölskyldunni. Orðspor Anne Archibald var einnig í hættu þegar Chuck veitti henni lán eftir að hafa selt næturklúbbinn sinn, Victrola, en það veldur því að Nate slítur vináttunni við Chuck. Það leysist úr fjárhagsvandræðum hennar þega Nate sannfærir föður sinn um að fara til Alríkislögreglunnar og játa syndir sínar og hún grætur þegar eiginmaður hennar er handtekinn. Stuttu áður en eiginmaður hennar losnar úr fangelsi sækir hún um skilnað.
Harold Waldorf
breytaLeikinn af John Shea í þáttaröðum eitt, tvö og fimm. Harold Waldorf er faðir Blair sem flutti til Frakklands til að búa með ástmanni sínum, Roman. Hann gerir venjulega graskersböku á Þakkargjörðinni en hefur ekki gert hana síðan á síðustu Þakkargjörð þeirra Blair, áður en hann kom út úr skápnum og flutti til Evrópu. Hann snýr aftur yfir hátíðarnar með ástmanni sínum, Roman, fyrirsætu sem fyrrverand eiginkona Harolds, Eleanor, notaði eitt sinn í tískusýningu. Blair líkar ekki við Roman eftir að hann fótbrotnar og býður þess vegna fyrrverandi kærasta Romans sem reiðir Harold. Harold talar við Blair um atvikið og sýnir henni síðan lífið sitt í Frakklandi með myndbandi. Hann býr núna á vínekru í Frakklandi og á köttinn Cat, nefndur eftir kettinum í uppáhalds bíómynd Blair, Breakfast at Tiffany's. Hann snýr aftur í Þakkargjörðarþætti annarrar þáttaraðar en Blair heldur að móðir hennar hafi ekki boðið honum og þau deila graskersböku. Hann gefur Blair hundinn Handsome Dan en hún ákveður að kalla hann Handsome. Á meðan ráðabrugg Blair, sem kveikti neista í sambandi milli ungfrú Carr og Dans og olli næstum lokun Gossip Girl síðunnar, stendur yfir sannfærir hún föður sinn og foreldrana á skólaráði Constance-St. Jude's með því að sýna þeim mynd af Dan með ungfrú Carr og tryggir þannig inngöngu sína í Yale-háskólann. Þegar hann heyrir samtal Blair um að myndin sé fölsuð og ekkert sé til í orðrómnum, ræðir Harold við Blair og segir henni að hann hafi séð aðra hlið á henni og að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana, af því að hann hafi óbeint logið fyrir hana. Hann segir Blair síðan að sá háskóli sem hún fari í skipti ekki máli, heldur sú manneskja sem hún muni verða.
CeCe Rhodes
breytaLeikin af Caroline Lagerfelt í þáttaröðum 1-5. Celia "CeCe" Rhodes er móðir Lily og amma Serenu og Erics. Hún býr í Montecito í Kaliforníu og heimsækir Lily, Serenu og Eric í New York nokkrum sinnum á ári. Hún er mjög rík, afturhaldssöm, ströng, ógnandi, snobbuð og hátt sett í samfélaginu og lítur niður á alla sem eru miðstéttar- eða lágstéttarfólk. Hún veldur sambandsslitum Rufusar og Lilyar þegar hún lét Lily velja milli fjölskylduauðsins og Rufusar. Lily fannst henni vera ógnað og valdi því fjölskylduauðinn. CeCe reyndi einnig að valda sambandsslitum á milli Serenu og Dan með því að fá Carter Baizen (sem kemur úr auðugri fjölskyldu) til að fara með henni á kynningardansleikinn. Í fyrstu þáttaröðinni beitti hún dóttur sína og barnabarn brögðum þegar hún sagðist vera með hræðilegan sjúkdóm og sagði að læknarnir hefðu fundið "eitthvað" í lungunum. Þrátt fyrir að viðurkenna seinna að hún hafi logið til að fá samúð, sást hún seinna taka töflur. Kaldur og ráðsamur persónuleiki hennar breytist á einni sekúndu þegar hún hleyir Dan inn í Hvítu veisluna með því að gera hann að fylgdarmanni sínum, sem sýnir að henni þykir vænt um Serenu.