Pavel Lisitsian syngur

Pavel Lisitsian syngur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Pavel Lisitsian tvö lög við píanóundirleik Tatjönu Kravtsenko. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Pavel Lisitsian syngur
Bakhlið
IM 19
FlytjandiPavel Lisitsian, Tatjana Kravtsenko
Gefin út1953
StefnaSönglög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Armenskt lag - Lag - texti: Dolucanjan
  2. Rósin - Lag - texti: Árni Thorsteinsson - Guðmundur Guðmundsson - Hljóðdæmi

Tilurð plötunnar

breyta

Armenski bariton-söngvarinn Pavel Lisitsian og píanóleikarinn Tatjana Kravsenko héldu nokkra tónleika á Íslandi á vegum MÍR í maí 1953. Þau fengu lofsamlega dóma fyrir flutning sinn og var upptöku af tónleikum útvarpað 31. maí 1953. [1][2] Tage Ammendrup fór þess á leit við listamennina að leika inn á plötu í þessari ferð og var talið viðeigandi að flutt yrði eitt lag frá Armeníu og eitt íslenskt lag. Rósin eftir Árna Þorsteinsson varð fyrir valinu sem fulltrúi íslenskra sönglaga. Pavel starfaði í Bolshoi leikhúsinu í Moskvu frá 1940-1966.

  1. Morgunblaðið, 9. júní 1953, bls. 8.
  2. Mánudagsblaðið, 1. júní 1953, bls. 8.

Pavel Lisitsian

breyta