Pascual Somma
Pascual Somma (f. 1891 eða 1896 – d. 1930) var úrúgvæskur knattspyrnumaður á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar. Hann varð fjórðum sinnum Suður-Ameríkumeistari með úrúgvæska landsliðinu.
Pascual Somma | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | 1891 eða 1896 | |
Fæðingarstaður | Montevídeó, Úrúgvæ | |
Dánardagur | 1930 | |
Dánarstaður | Montevídeó, Úrúgvæ | |
Leikstaða | Framherji | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1911-27 | Nacional | - |
Landsliðsferill | ||
1911-1923 | Úrúgvæ | 42 (3) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Ævi og ferill
breytaHeimildum ber ekki saman um aldur Somma, sem ýmist er sagður fæddur árið 1891 eða 1896. Nákvæmur dánardagur er heldur ekki þekktur. Vitað er að hann gekk til liðs við Nacional þegar árið 1911 og lék þar mestallan feril sinn með hléum þó, til að mynda var hann um tíma í röðum Defensor Sporting. Með Nacional varð hann fjórum sinnum úrúgvæskur meistari: 1916, 1917, 1920 og 1923, auk ýmissa smærri titla.
m lék sinn fyrsta landsleik árið 1911 sem gerir tilgátuna um að hann hafi fæðst 1896 heldur ólíklega. Hann var í meistaraliði Úrúgvæ í Suður-Ameríkukeppninni 1916, 1917, 1920 og 1923, auk þess að keppa á þremur mótum til viðbótar. Hann var leikmannahópi Úrúgvæ á Ólympíuleikunum 1924 en kom ekki við sögu. Hann lék sinn síðasta landsleik sama ár.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Pascual Somma“ á spænsku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. desember 2023.