Pöbb
Pöbb (úr ensku pub, upprunalega public house „almenningshús“) er skemmtistaður sem er undirstöðuatriði breskrar, írskrar, ástralskrar, kanadískrar, suður-afrískrar og nýsjálenskrar menningar. Á mörgum stöðum er pöbb miðpunktur samfélagsins, sérstaklega í þorpum. Höfundurinn Samuel Pepys lýsti pöbbnum sem „hjarta Englands“. Pöbbinn á rætur að rekja til rómverskra ölstofa.
Pöbbinn gegnir öðruvísi samfélagslegu hlutverki en kaffihúsið eða barinn. Flestir pöbbar bjóða upp á úrvali bjóra, vína, brenndra vína og gosdrykka. Flestum pöbbum er stjórnað af brugghúsum þannig að oft er ódýrara að kaupa kranabjór en vín og annað áfengi. Í upphafi voru gluggar pöbba í bæjum að hluta til þaktir til að aðskilja viðskiptavinina frá götufarendum en nú á dögum tíðakst gegnsæir gluggar og léttari skreytingar.