Bar
Bar eða krá er veitinga- og skemmtistaður, þar sem er hægt að kaupa og neyta áfengra drykkja, t.d. bjórs, víns og hanastéla. Þar má gjarnan finna barstóla og skenk, en við hann situr fólk gjarnan við drykkjuna. Sumar krár bjóða einnig upp á skemmtanir eins og t.d. tónlist eða stuttar leiksýningar.
Nöfn
breytaÁ íslensku eru til mörg nöfn sem merkja bar. Bar og krá er nokkurnveginn það sama, en orð eins og knæpa og búlla eru lituð af viðhorfi þess sem þau notar til staðarins (sömuleiðis brennivínshola og danska slettan rekstrasjón). Drykkjustofa og drukkstofa eru gömul heiti yfir bar eða krá. Enska slettan pöbb er meira haft um enska eða írskar krár, hvar sem þær eru að finna í heiminum, en hér á Íslandi er orðið einnig haft um krár almennt (sbr. Ég fór á pöbbarölt í gær). Á ensku er tavern viss tegund af krá þar sem boðið er upp á mat. Á íslensku nefnist slíkt hús öldurhús eða tavernishús. Öldurhús er þó einnig haft um krár almennt. Svo eru það orð eins og skytningur og skytningsstofa og vínstúka. Skytningur er gamalt íslenskt orð og þannig þýtt í Orðabók Eddu: drykkjusamkoma eða drykkjustofa þar sem hver galt fyrir það sem hann drakk. Skytningsstofa er samheiti en þó aðeins haft um drykkjustofuna sjálfa. Vínstúka er annað heiti yfir vínbar, þ.e. stað þar sem meiri áherslu er lagt á vín en t.d. sterkt vín eða bjór.