Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Messa í H-moll, tónleikar 1985

Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Messa í H-moll, tónleikar 1985 er tvöfaldur geisladiskur gefinn út af Pólýfónkórnum[1] árið 2007. Um er að ræða upptöku frá tónleikum Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á H-moll messu Bachs í Háskólabíói 21. mars 1985. Tónleikarnir voru haldnir á 300 ára afmælisdegi Bachs, á ári tónlistarinnar. Einsöngvarar voru þau Jacquelyn Fugelle, Bernadette Manca di Nissa, Renzo Casellato og Carlo de Bortoli. Kórfélagar voru 109 og hljómsveitarmeðlimir 35. Stjórnandi er Ingólfur Guðbrandsson. Upptaka: Ríkisútvarpið. Vinnsla fyrir útgáfu: Bjarni Rúnar Bjarnason.

Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Messa í H-moll, tónleikar 1985
POL 011-012
FlytjandiPólýfónkórinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jacquelyn Fugelle, Bernadette Manca di Nissa, Renzo Casellato og Carlo de Bortoli, stjórnandi Ingólfur Guðbrandsson
Gefin út2007
StefnaKlassík
ÚtgefandiPólýfónkórinn - Pólýfónfélagið

Kaflaheiti

breyta

Hlutar H-moll messu eru 27 og skiptast í 4 yfirkafla:

  • Missa: Kyrie, Gloria
  • Symbolum Nicenum
Tóndæmi úr hluta 18 - Et resurrexit - brot
  • Sanctus
Tóndæmi úr hluta 22 - Sanctus - brot
Tóndæmi úr hluta 25 - Osanna in excelsis - brot
  • Agnus Dei

Um verkið og uppfærsluna

breyta
 
Fylgirit með útgáfunni.

H-moll messan er talin eitt af höfuðverkum klassískrar tónlistar. Bach byrjaði að semja hluta hennar 1724 og lauk henni ekki fyrr en 1949, ári fyrir andlát sitt. Hann mun aldrei hafa heyrt verkið flutt í heild sinni.[2]

Þetta var þriðja uppfærsla Pólýfónkórsins á H-moll messunni, þær fyrri voru 1968 og 1976. Í gagnrýni Morgunblaðsins segir; „Í heild voru þetta glæsilegir tónleikar og verðugir minningu Bachs og með þeim menningarblæ er ávallt hefur mótað starf Ingólfs Guðbrandssonar og Pólýfónkórsins.“[3] Rögnvaldur Sigurjónsson segir; „Það má teljast til mikilla afreka að æfa þetta margslungna meistaraverk, með leikmenn eins og söngfólk í kórum hér á landi óneitanlega er. En Ingólfur lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og tókst flutningurinn ótrúlega vel þegar á allt er litið.“[4] Í NT kemur fram: „Hljómsveitin var að sjálfsögðu skipuð fremstu hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitarinnar - þarna léku eftirminnilega konsertmeistarinn Einar Sveinbjörnsson, Kristján Stephensen óbóleikari, Joseph Ognibene hornleikari og Bernharður Wilkinsson flautisti - auk annarra hljóðfæraleikara. Og yfirleitt var gott jafnvægi milli kórs og hljómsveitar.“[5]

H-moll messan á Ítalíu

breyta
 
H-moll messan flutt í kirkju heilags Frans frá Assisi 1985.

Í júlí 1985 hélt kórinn með H-moll messuna í söngför til Ítalíu, ásamt ríflega 30 manna kammersveit. Sungið var á opnunarhátíð tónlistarhátíðar í Assisi, í kirkju San Ignazio í Róm, í Santa Croce kirkjunni í Flórens og í Markúsarkirkjunni í Feneyjum.

Tilvísanir

breyta
  1. Pólýfónfélagið gaf út plötur kórsins frá stofnun félagsins árið 2006.
  2. Sjá m.a. á ensku útgáfu wikipedia: Mass in B minor.[óvirkur tengill] Skoðað 30. mars 2013.
  3. Morgunblaðið, 23. mars 1985, bls. 16.
  4. Þjóðviljinn, 27. mars 1985, bls. 8.
  5. NT, 28. mars 1985, bls. 10.